Appelsínugul viðvörun eins og vika á leikskólanum Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2018 09:18 Stefán og Friðrik furða sig á því að appelsínugul viðvörun sé höfð yfir það veður sem nú gengur yfir landið. Takmarkanir íslenskunnar á ögurstundu virðast vera að koma á daginn. Eða, það er í það minnsta mat Stefáns Pálssonar sagnfræðings og Friðriks Erlingssonar rithöfundar. Þeim þykir hin appelsínugula viðvörun ekki gefa rétta mynd af veðrinu sem nú gengur yfir landið. „Enn koma takmarkanir íslenskunnar í ljós. - „Orange Alert“ er mjög dramatískur frasi á ensku og felur í sér mikla ógn. „Appelsínugul viðvörun“ hljómar meira eins og eitthvað úr barnatímanum,“ segir Stefán Pálsson á sínum Facebook-vegg. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, eða eins og Einar Benediktsson kvað: „Ég skildi að orð er á Íslandi til / um allt sem er hugsað á jörðu“. Og hvað þá þegar ýmis tilbrigði veðurfars eru annars vegar. En, þetta snýst kannski ekki um það heldur þá tilhneigingu sem hefur færst í aukana að þýða allt beint úr ensku. Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson er á svipuðum nótum og Stefán, honum þykir þessi appelsínugula viðvörun ekki gefa rétta mynd af stöðu mála: „„Appelsínugul“ viðvörun - hljómar svolítið eins og „appelsínugul vika“ á leikskólanum og maður skynjar því ekki beinlínis hættuástand. Er Veðurstofu og Almannavörnum fyrirmunað að nefna stigin þrjú: Gult, rauðgult, rautt? (Jafnvel: Gult, rautt, svart? Sbr. „Nú er það svart!“)?“ Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Takmarkanir íslenskunnar á ögurstundu virðast vera að koma á daginn. Eða, það er í það minnsta mat Stefáns Pálssonar sagnfræðings og Friðriks Erlingssonar rithöfundar. Þeim þykir hin appelsínugula viðvörun ekki gefa rétta mynd af veðrinu sem nú gengur yfir landið. „Enn koma takmarkanir íslenskunnar í ljós. - „Orange Alert“ er mjög dramatískur frasi á ensku og felur í sér mikla ógn. „Appelsínugul viðvörun“ hljómar meira eins og eitthvað úr barnatímanum,“ segir Stefán Pálsson á sínum Facebook-vegg. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, eða eins og Einar Benediktsson kvað: „Ég skildi að orð er á Íslandi til / um allt sem er hugsað á jörðu“. Og hvað þá þegar ýmis tilbrigði veðurfars eru annars vegar. En, þetta snýst kannski ekki um það heldur þá tilhneigingu sem hefur færst í aukana að þýða allt beint úr ensku. Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson er á svipuðum nótum og Stefán, honum þykir þessi appelsínugula viðvörun ekki gefa rétta mynd af stöðu mála: „„Appelsínugul“ viðvörun - hljómar svolítið eins og „appelsínugul vika“ á leikskólanum og maður skynjar því ekki beinlínis hættuástand. Er Veðurstofu og Almannavörnum fyrirmunað að nefna stigin þrjú: Gult, rauðgult, rautt? (Jafnvel: Gult, rautt, svart? Sbr. „Nú er það svart!“)?“
Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira