Fótbolti

Sex leikmenn dæmdir fyrir hagræðingu úrslita

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
A-landslið Möltu spilaði við England í undankeppni HM 2018. Engir leikmenn þess voru viðriðnir þetta mál
A-landslið Möltu spilaði við England í undankeppni HM 2018. Engir leikmenn þess voru viðriðnir þetta mál vísir/getty
Sex leikmenn U21 landsliðs Möltu voru í gær dæmdir í keppnisbönn fyrir að hagræða úrslitum leikja. Tveir þeirra voru dæmdir í bönn fyrir lífstíð.

Sjö leikmenn sættu rannsókn vegna ásakana um að hagræða úrslitum í leikjum Möltu gegn Svartfjallalandi og Tékklandi í undankeppni Evrópumóts U21 árs liða í mars 2016. Malta tapaði báðum leikjum.

Yfirheyrslur vegna málsins fóru fram í desember og var dómur kveðinn upp í gær.

Emanuel Briffa og Kyle Cesare voru dæmdir í lífstíðarbann frá öllum fótboltatengdum aðhæfum. Þeir voru dæmdir sekir um að hafa hagað sér á þann máta sem hafði áhrif á úrslit leikja í hag sjálfs síns eða þriðja aðila.

Samir Arab fékk bann til tveggja ára, Ryan Camenzuli til 18 mánaða, þeir Llywelyn Cremona og Luke Montebello voru dæmdir í eins árs bann en málinu gegn Matthew Cremona var lokað án refsingar.

Leikmennirnir voru sektaðir fyrir að hafa ekki látið UEFA vita af því að haft hafi verið samband við þá í þeim tilgangi að hagræða úrslitum.

„Þessir dómar eru rothögg fyrir ímynd fótbolta á Möltu,“ sagði forráðamaður maltneska knattspyrnusambandsins.

„Ég er mjög vonsvikinn en á sama tíma þá ættum við að nota þetta tækifæri til þess að hysja upp um okkur og vinna harðar að því að vernda fótboltann á Möltu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×