Sósíalistar taka við völdum á Spáni eftir vantraust á Rajoy Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2018 10:24 Petro Sánchez verður forsætisráðherra Spánar. Vísir/Getty Spænska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy. Pedro formaður spænska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun taka við forsætisráðherrastólnum. BBC greinir frá. 180 þingmenn greiddu atkvæði með vantrauststillögunni en 169 þingmenn greiddu atkvæði gegn, einn sat hjá. Rajoy játaði ósigur áður en til atkvæðagreiðslunnar kom eftir að Sánchez tryggði sér stuðning ýmissa minni flokka á þingi. „Við munum rita nýjar blaðsíður í sögu lýðræðisins í þessu landi,“ sagði Sánchez áður en að atkvæðagreiðslan fór fram. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar þarf leiðtogi þess flokks sem leggur fram vantrauststillögu að taka við stjórnartaunum sé vantraustið samþykkt. Því mun hinn 46 ára gamli Sánchez verða næsti forsætisráðherra Spánar, þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur hans sé aðeins með um fjórðung þingsæta á spænska þinginu. Vantraustið var borið fram vegna umfangsmikils spillingarmáls innan raða Partido Popular, flokki Rajoy. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Sánchez, sem er mikill áhugamaður um körfubolta, er hagfræðingur, og var fyrst kjörinn formaður Sósíalistaflokksins árið 2014. Eftir afhroð í kosningum 2015 og 2016 neyddist hann til að segja af sér en náði vopnum sínum á ný með því að sigra formannskosningar árið 2017. Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Umfangsmikið spillingarmál samflokksmanna forsætisráðherra Spánar dregur dilk á eftir sér. Meirihluti spænska þingsins vill greiða atkvæði með vantrausti á forsætisráðherra. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá í dag. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Spænska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy. Pedro formaður spænska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun taka við forsætisráðherrastólnum. BBC greinir frá. 180 þingmenn greiddu atkvæði með vantrauststillögunni en 169 þingmenn greiddu atkvæði gegn, einn sat hjá. Rajoy játaði ósigur áður en til atkvæðagreiðslunnar kom eftir að Sánchez tryggði sér stuðning ýmissa minni flokka á þingi. „Við munum rita nýjar blaðsíður í sögu lýðræðisins í þessu landi,“ sagði Sánchez áður en að atkvæðagreiðslan fór fram. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar þarf leiðtogi þess flokks sem leggur fram vantrauststillögu að taka við stjórnartaunum sé vantraustið samþykkt. Því mun hinn 46 ára gamli Sánchez verða næsti forsætisráðherra Spánar, þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur hans sé aðeins með um fjórðung þingsæta á spænska þinginu. Vantraustið var borið fram vegna umfangsmikils spillingarmáls innan raða Partido Popular, flokki Rajoy. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Sánchez, sem er mikill áhugamaður um körfubolta, er hagfræðingur, og var fyrst kjörinn formaður Sósíalistaflokksins árið 2014. Eftir afhroð í kosningum 2015 og 2016 neyddist hann til að segja af sér en náði vopnum sínum á ný með því að sigra formannskosningar árið 2017.
Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Umfangsmikið spillingarmál samflokksmanna forsætisráðherra Spánar dregur dilk á eftir sér. Meirihluti spænska þingsins vill greiða atkvæði með vantrausti á forsætisráðherra. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá í dag. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29
Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Umfangsmikið spillingarmál samflokksmanna forsætisráðherra Spánar dregur dilk á eftir sér. Meirihluti spænska þingsins vill greiða atkvæði með vantrausti á forsætisráðherra. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá í dag. 1. júní 2018 06:00