Ekki reynt á bann við umskurði fyrir dómstólum Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 12:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna. Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna.
Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira