KSÍ með óskalista yfir þjálfara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2018 13:29 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15