KSÍ með óskalista yfir þjálfara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2018 13:29 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti