Heimir: Skrái mig í Tólfuna og geri allt sem KSÍ biður mig um að gera Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 19:00 „Það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara en ég mun aðstoða KSÍ við allt sem þarf að gera,“ segir Heimir Hallgrímsson sem í dag hætti sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Það var klukkan tíu í morgun sem að KSÍ sendi út tilkynningu þess efnis að Heimir Hallgrímsson hefði ákveðið að semja ekki aftur og væri því formlega hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins sem hann hefur stýrt síðan 2011, fyrst samhliða Lars Lagerbäck og síðar sem aðalþjálfari. „Það eru nokkrir dagar síðan að ég tjáði Guðna að þetta væri minn hugur. Við ákváðum svo bara að klára málið þegar að hann kæmi eftir úrslitaleikinn. Það eru einhverjir dagar síðan,“ sagði Heimir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir hélt sjálfur blaðamannafund í morgun þar sem að honum fannst hann verða að kveðja á góðum nótum en það sem stendur upp úr hjá honum er í hversu góðri stöðu liðið er í nú þegar kaflaskil eiga sér stað. Sjálfur veit hann ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelm„Ég hugsa að ég skrái mig nú fyrst í tólfuna og mæti á leiki. Þetta er eitthvað sem að ég vissi ða myndi gerast. Það sem ég er svo sáttur við í dag er að geta skilað þessu af mér í þessari stöðu sem það er. Ekki bara liðið heldur er öll umgjörð á svo góðum stað. Það eru forréttindi." Enginn þekkir íslenska liðið; leikmenn, starfslið og umgjörðina betur en Eyjamaðurinn og því væri eðlilegt að KSÍ myndi að minnsta kosti leita ráða hjá honum í ráðningarferli eftirmannsins. „Ég mun gera allt sem ég er beðinn um að gera. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara. Sem betur fer. Ef það er leitað til mín mun ég að sjálfsögðu aðstoða sambandið með öllu sem ég get,“ sagði hann. Heimir segir að einhver lið hafi spurst fyrir um hann á síðustu dögum en ekkert sem er nógu merkilegt að ræða. En, þegar að hann lítur til baka á árin sjö, hver er stærsta stundin á landsliðsþjálfaraferlinum? „Að hafa náð að vinna þennan riðil hérna heima á móti Kósóvó var persónulega fyrir mig sem þjálfari alveg risastór stund. Ætli það standi ekki upp úr að hafa náð að afreka það að hafa verið fyrsti íslenski þjálfarinn til að koma liðinu á HM. Það hlýtur að vera stærsta stundin á mínum ferli,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
„Það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara en ég mun aðstoða KSÍ við allt sem þarf að gera,“ segir Heimir Hallgrímsson sem í dag hætti sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Það var klukkan tíu í morgun sem að KSÍ sendi út tilkynningu þess efnis að Heimir Hallgrímsson hefði ákveðið að semja ekki aftur og væri því formlega hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins sem hann hefur stýrt síðan 2011, fyrst samhliða Lars Lagerbäck og síðar sem aðalþjálfari. „Það eru nokkrir dagar síðan að ég tjáði Guðna að þetta væri minn hugur. Við ákváðum svo bara að klára málið þegar að hann kæmi eftir úrslitaleikinn. Það eru einhverjir dagar síðan,“ sagði Heimir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir hélt sjálfur blaðamannafund í morgun þar sem að honum fannst hann verða að kveðja á góðum nótum en það sem stendur upp úr hjá honum er í hversu góðri stöðu liðið er í nú þegar kaflaskil eiga sér stað. Sjálfur veit hann ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelm„Ég hugsa að ég skrái mig nú fyrst í tólfuna og mæti á leiki. Þetta er eitthvað sem að ég vissi ða myndi gerast. Það sem ég er svo sáttur við í dag er að geta skilað þessu af mér í þessari stöðu sem það er. Ekki bara liðið heldur er öll umgjörð á svo góðum stað. Það eru forréttindi." Enginn þekkir íslenska liðið; leikmenn, starfslið og umgjörðina betur en Eyjamaðurinn og því væri eðlilegt að KSÍ myndi að minnsta kosti leita ráða hjá honum í ráðningarferli eftirmannsins. „Ég mun gera allt sem ég er beðinn um að gera. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara. Sem betur fer. Ef það er leitað til mín mun ég að sjálfsögðu aðstoða sambandið með öllu sem ég get,“ sagði hann. Heimir segir að einhver lið hafi spurst fyrir um hann á síðustu dögum en ekkert sem er nógu merkilegt að ræða. En, þegar að hann lítur til baka á árin sjö, hver er stærsta stundin á landsliðsþjálfaraferlinum? „Að hafa náð að vinna þennan riðil hérna heima á móti Kósóvó var persónulega fyrir mig sem þjálfari alveg risastór stund. Ætli það standi ekki upp úr að hafa náð að afreka það að hafa verið fyrsti íslenski þjálfarinn til að koma liðinu á HM. Það hlýtur að vera stærsta stundin á mínum ferli,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn