Merkel vongóð og ber traust til flokks Schulz Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2018 06:00 Merkel og Martin Schulz, leiðtogi SPD, vilja vinna saman. Nordicphotos/AFP Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira