Eiginkona og börn Liverpool-manns voru heima þegar innbrotsþjófarnir mættu: „Hræðilegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2018 11:30 Dejan Lovren. Vísir/Getty Hann er ekki eini leikmaður Liverpool sem hefur fengið óboðna gesti heim til sín þegar hann er að keppa en Dejan Lovren kennir óhuggulegu innbroti um slaka frammistöðu sína í októbermánuði. Dejan Lovren hefur mikla trú á því að hann og Virgil van Dijk geti orðið framtíðar miðherjapar Liverpool-liðsins en það hefur mikið gengið á innan og utan vallar hjá Króatanum á þessu tímabili. Lovren var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína framan af tímabili og ekki batnaði lífið hjá honum þegar þjófar brutustu inn á heimili hans þegar hann var að keppa Meistaradeildarleik í Maribor í Slóveníu. Lovren var meðal annars hótað lífláti á samfélagsmiðlum eftir slaka frammistöðu hans á móti Tottenham. Liverpool tapaði leiknum 4-1 en hann var tekinn af velli eftir rúman hálftíma. Innbrotið fór fram 17. október en Tottenham leikurinn aðeins fimm dögum síðar.He's overcome death threats, an "horrific" attempted burglary and struggles on the pitch. Now Dejan Lovren believes he can become Virgil van Dijk's long-term partner in defence. More: https://t.co/uMBL3AhF8Jpic.twitter.com/iL9X1Ajtt5 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Fólk horfir á fótboltann og skoðar ekki hvað sé í gangi í lífinu utan hans,“ sagði Dejan Lovren í viðali við BBC. „Ég tel að ég hafi komið sterkur til baka,“ sagði Lovren. Innbrotsþjófarnir vissu af leik Lovren út í Slóveníu og nýttu tækifærið. Eiginkona Lovren og tvö börn þeirra voru hinsvegar heima þegar hinir óprútnu aðilar mættu skyndilega inn á stofugólfið. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna og sjokkið sást á Lovren í næsta leik. „Þetta var hræðilegt,“ sagði Lovren og telur að þetta atvik hafi haft mikil áhrif á frammistöðu hans í kjölfarið. „Það var ekki auðvelt að komast í gegnum þetta því við erum manneskjur og allir glíma við vandamál,“ sagði Lovren. „Sumt fólk skilur þetta en annað ekki. Í þessari slæmu aðstöðu þá fékk ég stuðning frá virkilega góðu fólki,“ sagði Lovren. Lovren hefur unnið sig til baka og byrjað í miðherjastöðunni með Virgil van Dijk í síðustu þremur leikjum. Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim (á móti Tottenham) og haldið tvisvar hreinu. „Mér fannst við standa okkur vel saman í síðustu leikjum sem við höfum spilað saman. Við skiljum hvorn annan vel og vonandi getum við haldið þessu áfram í framtíðinni,“ sagði Lovren. Liverpool mætir Manchester United á Old Trafford í hádeginu á morgun. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Hann er ekki eini leikmaður Liverpool sem hefur fengið óboðna gesti heim til sín þegar hann er að keppa en Dejan Lovren kennir óhuggulegu innbroti um slaka frammistöðu sína í októbermánuði. Dejan Lovren hefur mikla trú á því að hann og Virgil van Dijk geti orðið framtíðar miðherjapar Liverpool-liðsins en það hefur mikið gengið á innan og utan vallar hjá Króatanum á þessu tímabili. Lovren var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína framan af tímabili og ekki batnaði lífið hjá honum þegar þjófar brutustu inn á heimili hans þegar hann var að keppa Meistaradeildarleik í Maribor í Slóveníu. Lovren var meðal annars hótað lífláti á samfélagsmiðlum eftir slaka frammistöðu hans á móti Tottenham. Liverpool tapaði leiknum 4-1 en hann var tekinn af velli eftir rúman hálftíma. Innbrotið fór fram 17. október en Tottenham leikurinn aðeins fimm dögum síðar.He's overcome death threats, an "horrific" attempted burglary and struggles on the pitch. Now Dejan Lovren believes he can become Virgil van Dijk's long-term partner in defence. More: https://t.co/uMBL3AhF8Jpic.twitter.com/iL9X1Ajtt5 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Fólk horfir á fótboltann og skoðar ekki hvað sé í gangi í lífinu utan hans,“ sagði Dejan Lovren í viðali við BBC. „Ég tel að ég hafi komið sterkur til baka,“ sagði Lovren. Innbrotsþjófarnir vissu af leik Lovren út í Slóveníu og nýttu tækifærið. Eiginkona Lovren og tvö börn þeirra voru hinsvegar heima þegar hinir óprútnu aðilar mættu skyndilega inn á stofugólfið. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna og sjokkið sást á Lovren í næsta leik. „Þetta var hræðilegt,“ sagði Lovren og telur að þetta atvik hafi haft mikil áhrif á frammistöðu hans í kjölfarið. „Það var ekki auðvelt að komast í gegnum þetta því við erum manneskjur og allir glíma við vandamál,“ sagði Lovren. „Sumt fólk skilur þetta en annað ekki. Í þessari slæmu aðstöðu þá fékk ég stuðning frá virkilega góðu fólki,“ sagði Lovren. Lovren hefur unnið sig til baka og byrjað í miðherjastöðunni með Virgil van Dijk í síðustu þremur leikjum. Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim (á móti Tottenham) og haldið tvisvar hreinu. „Mér fannst við standa okkur vel saman í síðustu leikjum sem við höfum spilað saman. Við skiljum hvorn annan vel og vonandi getum við haldið þessu áfram í framtíðinni,“ sagði Lovren. Liverpool mætir Manchester United á Old Trafford í hádeginu á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira