Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2018 10:37 Vigfús við aðalmeðferð málsins sem fram fór í júní. Fréttablaðið/Auðunn Vigfús Jóhannesson, fyrrverandi bocciaþjálfari á Akureyri, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara sem sótti málið staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í morgun en ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins enn sem komið er. Vigfús var viðstaddur dómsuppsöguna. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Málið var þingfest í maí en aðalmeðferð fór fram í júní. Bocciaheimurinn á Akureyri klofnaði vegna málsins.Fréttablaðið/Pjetur Brotin kærð árið 2015 Þrjú ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Fór svo að Vigfús var bæði ákærður af héraðssaksóknara á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar. Þar segir meðal annars að það teljist einnig nauðgun að beita blekkingum eða notfæra sér aðstæður viðkomandi eða andlega fötlun til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök. Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun. Kona bocciaþjálfarans taldi enga hættu stafa af hótuninni. Sýknuð af ákæru um líflátshótun Fyrir þremur vikum var Guðrún Karítas Garðarsdóttir sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi. Guðrún á dóttur sem er þroskaskert og var sömuleiðis iðkandi hjá Vigfúsi. Í ágúst í fyrra leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig.Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms á dögunum. Í niðurstöðu héraðsdóms var talin fjarstaða að Guðrún myndi fylgja orðum sínum eftir og hún sýknuð. Guðrún sagðist í samtali við Vísi eftir dómsuppsögu fagna niðurstöðunni mjög. Ferlið hefði verið bæði erfitt og langt. Þá lagði hún áherslu á að sýknudómurinn væri hluti af stærra máli. Hún biði eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi sem kveðinn var upp í morgun. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“ Dómsmál Tengdar fréttir „Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. 10. ágúst 2018 12:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Vigfús Jóhannesson, fyrrverandi bocciaþjálfari á Akureyri, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara sem sótti málið staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í morgun en ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins enn sem komið er. Vigfús var viðstaddur dómsuppsöguna. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Málið var þingfest í maí en aðalmeðferð fór fram í júní. Bocciaheimurinn á Akureyri klofnaði vegna málsins.Fréttablaðið/Pjetur Brotin kærð árið 2015 Þrjú ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Fór svo að Vigfús var bæði ákærður af héraðssaksóknara á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar. Þar segir meðal annars að það teljist einnig nauðgun að beita blekkingum eða notfæra sér aðstæður viðkomandi eða andlega fötlun til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök. Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun. Kona bocciaþjálfarans taldi enga hættu stafa af hótuninni. Sýknuð af ákæru um líflátshótun Fyrir þremur vikum var Guðrún Karítas Garðarsdóttir sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi. Guðrún á dóttur sem er þroskaskert og var sömuleiðis iðkandi hjá Vigfúsi. Í ágúst í fyrra leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig.Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms á dögunum. Í niðurstöðu héraðsdóms var talin fjarstaða að Guðrún myndi fylgja orðum sínum eftir og hún sýknuð. Guðrún sagðist í samtali við Vísi eftir dómsuppsögu fagna niðurstöðunni mjög. Ferlið hefði verið bæði erfitt og langt. Þá lagði hún áherslu á að sýknudómurinn væri hluti af stærra máli. Hún biði eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi sem kveðinn var upp í morgun. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“
Dómsmál Tengdar fréttir „Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. 10. ágúst 2018 12:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. 10. ágúst 2018 12:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51