Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 10:51 Vigfús starfaði sem boccia-þjálfari á Akureyri um árabil. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. Eins og greint hefur verið frá hefur Vigfús verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.„Ég skal drepa þig helvítið þitt“ Í dómi héraðsdóms kemur fram að þann 17. ágúst 2017 leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig. Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms.Sjá einnig: Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun GuðrúnarVigfús við aðalmeðferð málsins í júní.Fréttablaðið/AuðunnÞá liggur fyrir að daginn eftir, 18. ágúst 2017, leitaði Vigfús til lögreglu og vildi tilkynna að ákærða hefði komið á vinnustað hans, mjög æst, ausið hann skömmum og sagst myndu drepa hann eða fá menn til að drepa hann. Þetta hafi verið vegna þess að hann hefði þennan morgun sent dóttur ákærðu skilaboð og spurt hvað hún segði gott.Talið fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir Í dómnum kemur fram að Guðrún Karítas játaði að hafa komið í afgreiðsluna og hafa sagst myndu drepa Vigfús. Það hafi hún þó misst út úr sér í reiði en ekki meint bókstaflega. Þá staðfesti Vigfús að hótunin hefði verið skilyrt á þann veg að Guðrún Karítas hefði sagt að hún myndi drepa hann ef hann hefði samband við dóttur hennar og verður við það miðað. Þá verður talið ósannað að Guðrún Karítas hafi með ummælum sínum vakið ótta Vigfúsar. Einnig var litið til þess að augljóst hlýtur að hafa verið að Guðrún Karítas var í reiðikasti og fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir. Hún verði því sýknuð. Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. Eins og greint hefur verið frá hefur Vigfús verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.„Ég skal drepa þig helvítið þitt“ Í dómi héraðsdóms kemur fram að þann 17. ágúst 2017 leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig. Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms.Sjá einnig: Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun GuðrúnarVigfús við aðalmeðferð málsins í júní.Fréttablaðið/AuðunnÞá liggur fyrir að daginn eftir, 18. ágúst 2017, leitaði Vigfús til lögreglu og vildi tilkynna að ákærða hefði komið á vinnustað hans, mjög æst, ausið hann skömmum og sagst myndu drepa hann eða fá menn til að drepa hann. Þetta hafi verið vegna þess að hann hefði þennan morgun sent dóttur ákærðu skilaboð og spurt hvað hún segði gott.Talið fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir Í dómnum kemur fram að Guðrún Karítas játaði að hafa komið í afgreiðsluna og hafa sagst myndu drepa Vigfús. Það hafi hún þó misst út úr sér í reiði en ekki meint bókstaflega. Þá staðfesti Vigfús að hótunin hefði verið skilyrt á þann veg að Guðrún Karítas hefði sagt að hún myndi drepa hann ef hann hefði samband við dóttur hennar og verður við það miðað. Þá verður talið ósannað að Guðrún Karítas hafi með ummælum sínum vakið ótta Vigfúsar. Einnig var litið til þess að augljóst hlýtur að hafa verið að Guðrún Karítas var í reiðikasti og fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir. Hún verði því sýknuð.
Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37