Sveitarstjórnarmenn hætta í hrönnum eftir kjörtímabilið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2018 20:45 Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39