Innlent

Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/jón sigurður
Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. Framboðsfrestur rann út 10.maí og verður kosning því óbundin eins og verið hefur við margar undanfarnar kosningar. Allir aðalmenn í sveitarstjórn biðjast undan endurkjöri. Þetta kemur fram á vef Reykhólahrepps.

Fram kemur að Andrea Björnsdóttir, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Gústaf Jökull Ólafsson og Sveinn Ragnarsson biðjist undan endurkjöri. Egill Sigurgeirsson gerir það jafnframt, en hann gerði það einnig fyrir fjórum árum. Hann var í sveitarstjórn frá 2002 til 2010 eða í átta ár samfleytt og á rétt á að biðjast undan kjöri jafnlangan tíma á eftir.

Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis,visir.is/kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×