Enski boltinn

Derby vann fyrsta umspilsleikinn

Einar Sigurvinsson skrifar
Cameron Jerome skoraði sitt fimmta mark  í síðustu fjórum leikjum fyrir Derby í kvöld.
Cameron Jerome skoraði sitt fimmta mark í síðustu fjórum leikjum fyrir Derby í kvöld. getty
Derby County sigraði Fulham í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum umspilsins í ensku Championship-deildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Derby og lauk með óvæntum 1-0 sigri heimamanna, en Derby endaði tímabilið í 6. sæti, 13 stigum á eftir Fulham í 3. sætinu.

Eina mark leiksins kom þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Markið skoraði Cameron Jerome þegar hann skallaði góða fyrirgjöf frá Craig Forsyth í netið. Þetta var fimmta mark Jerome í síðustu fjórum leikjum fyrir liðið.

Um miðbik síðari hálfleiksins munaði litlu Kevin McDonald jafnaði leikinn fyrir Fulham en skot hans fór í slána.

Derby fer því með eins marks forystu í seinni leik liðanna sem fer fram á mánudaginn.

Á morgun tekur síðan Middlesbrough á móti Birki Bjarnasyni og félögum í Aston Villa í hinni undanúrslitaviðureigninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×