Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: "Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. febrúar 2018 19:45 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, hafi árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barnungum brotaþola kynferðisofbeldis ekki bætur sem höfðu verið dæmdar í hæstarétti. Sif var einnig réttargæslumaður Ólafar Rúnar Ásgeirsdóttur og annarrar stúlku frá Stykkishólmi sem kærðu grunnskólakennara sinn fyrir kynferðisbrot og voru dæmdar bætur í hæstarétti. Árið 2007 þegar stúlkurnar voru orðnar átján ára og ætluðu að fá bæturnar greiddar komu þær að tómum kofanum. Ólöf þurfti þá að leita til annars lögfræðings sem aðstoðaði hana við að fá bæturnar greiddar en það tók hálft ár og enn í dag veit Ólöf ekki hvaðan peningarnir komu. „Það hefur enginn getað svarað því hvort hún borgaði sjálf þessa peninga,“ segir Ólöf og henni finnst ótrúlegt að manneskja sem borgi ekki bætur, steli þeim eða skili of seint fái svo ábyrgðarfulla stöðu.Ráðherra sagði í fréttum okkar á laugardag að hann treysti því að málið hafi dregist af eðlilegum ástæðum og peningarnir hafi verið greiddir út af réttum fjárvörslureikningi.Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherraVísir/Hari„Það brotnaði eitthvað inni í mér. Ég trúði ekki að kerfið væri að fara svona með mál sem hefur skemmt mig og marga aðra einstaklinga og það sé engin virðing borin fyrir því sem við höfum orðið fyrir. Sif er treyst fyrir mikilvægum verkefnum sem ríkisstjórnin okkar þarf að eiga við. Ráðherra segist treysta henni. Ég bara vona að hann treysti henni ekki fyrir peningum,“ segir Ólöf og óskar eftir því að hlustað sé á brotaþola. „Af hverju getur ráðherra ekki treyst okkur? Hvar er traustið við okkur? Af hverju hlustar enginn á það sem við höfum að segja?“ Ólöf Rún vill að málið verði rannsakað og komist til botns í því. Af hverju það hafi dregist að greiða bæturnar og hvaðan peningarnir komu að lokum. Það skipti máli hvort peningarnir hafi komið af upprunalegum fjárvörslureikningi. „Ég bara trúi ekki að þú getir komið svona fram við fólk, við skjólstæðinga þína, sem eru börn sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, og það eru engar afleiðingar. Það er eins og öllum sé alveg sama. Það er sárast, að öllum sé alveg sama.“ Bæði í dag og í gær hafa fréttamenn ítrekað reynt að ná tali af Sif Konráðsdóttur, til að heyra hennar hlið á málinu og útskýringar, en án árangurs. Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, hafi árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barnungum brotaþola kynferðisofbeldis ekki bætur sem höfðu verið dæmdar í hæstarétti. Sif var einnig réttargæslumaður Ólafar Rúnar Ásgeirsdóttur og annarrar stúlku frá Stykkishólmi sem kærðu grunnskólakennara sinn fyrir kynferðisbrot og voru dæmdar bætur í hæstarétti. Árið 2007 þegar stúlkurnar voru orðnar átján ára og ætluðu að fá bæturnar greiddar komu þær að tómum kofanum. Ólöf þurfti þá að leita til annars lögfræðings sem aðstoðaði hana við að fá bæturnar greiddar en það tók hálft ár og enn í dag veit Ólöf ekki hvaðan peningarnir komu. „Það hefur enginn getað svarað því hvort hún borgaði sjálf þessa peninga,“ segir Ólöf og henni finnst ótrúlegt að manneskja sem borgi ekki bætur, steli þeim eða skili of seint fái svo ábyrgðarfulla stöðu.Ráðherra sagði í fréttum okkar á laugardag að hann treysti því að málið hafi dregist af eðlilegum ástæðum og peningarnir hafi verið greiddir út af réttum fjárvörslureikningi.Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherraVísir/Hari„Það brotnaði eitthvað inni í mér. Ég trúði ekki að kerfið væri að fara svona með mál sem hefur skemmt mig og marga aðra einstaklinga og það sé engin virðing borin fyrir því sem við höfum orðið fyrir. Sif er treyst fyrir mikilvægum verkefnum sem ríkisstjórnin okkar þarf að eiga við. Ráðherra segist treysta henni. Ég bara vona að hann treysti henni ekki fyrir peningum,“ segir Ólöf og óskar eftir því að hlustað sé á brotaþola. „Af hverju getur ráðherra ekki treyst okkur? Hvar er traustið við okkur? Af hverju hlustar enginn á það sem við höfum að segja?“ Ólöf Rún vill að málið verði rannsakað og komist til botns í því. Af hverju það hafi dregist að greiða bæturnar og hvaðan peningarnir komu að lokum. Það skipti máli hvort peningarnir hafi komið af upprunalegum fjárvörslureikningi. „Ég bara trúi ekki að þú getir komið svona fram við fólk, við skjólstæðinga þína, sem eru börn sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, og það eru engar afleiðingar. Það er eins og öllum sé alveg sama. Það er sárast, að öllum sé alveg sama.“ Bæði í dag og í gær hafa fréttamenn ítrekað reynt að ná tali af Sif Konráðsdóttur, til að heyra hennar hlið á málinu og útskýringar, en án árangurs.
Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42