Patrice Evra, sem var án félags, hefur samið við West Ham til loka tímabilsins.
Hann yfirgaf Marseille í nóvember eftir að hafa ráðist á stuðningsmann fyrir Evrópudeildarleik. Evra er í banni frá Evrópuleikjum á tímabilinu en má spila í deildinni.
West Ham are set to sign former Manchester United left-back Patrice Evra until the end of the season.
— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2018
Full story https://t.co/hdcY7JaqjN#WHUFCpic.twitter.com/9UwxLaKDiy
Patrice Evra er orðinn 36 ára en lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013-14. Síðan þá hefur hann leikið með Juventus og Marseille.
Hann var með Manchester United í níu tímabil frá 2005 til 2014 og vann enska meistaratitilinn fimm sinnum.
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, vann með Evra á síðasta ári franska leikmannsins með Manchester United.