Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 13:15 Eftir átök sem hafa tíðum verið hatrömm virðist meiri sáttatónn vera í McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, (t.v.) og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata, þessa dagana. Vísir/AFP Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14