Norska lögreglan áfram óvopnuð Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2018 21:00 Norskir lögreglumenn að störfum í Osló. Lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir á almannafæri, samkvæmt nýrri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vopnaburður lögreglu hefur lengi verið heitt deilumál í Noregi en norskir lögreglumenn eru ásamt þeim íslensku þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki bera byssur á almannafæri. Af öðrum Evrópulöndum er það einnig á Bretlandi og Írlandi sem lögreglan er almennt óvopnuð á götum úti. Bent hefur verið á það í umræðu í norskum fjölmiðlum að einu aðalflugvellir Evrópuríkja, þar sem ekki sjást vopnaðir lögreglumenn, séu í Noregi og á Íslandi, Gardermoen og Keflavíkurflugvöllur. Þótt byssurnar séu ekki sýnilegar dags daglega er norska lögreglan þó vel vopnum búin, skammbyssuhólf er í lögreglubílum og vopnageymslur á lögreglustöðvum, og norskir lögreglumenn hljóta mikla þjálfun í beitingu skotvopna, sem gripið er til þegar ógn steðjar að. Nú hefur reynt á málið innan nýrrar ríkisstjórnar Noregs. Forystuflokkar stjórnarinnar, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, hafa viljað stíga skrefið til fulls og láta lögreglumenn bera skammbyssur á almannafæri. Nýr samstarfsflokkur þeirra, sem kom inn í stjórnina í síðasta mánuði, Venstre-flokkur Trine Skei Grande, sagði hins vegar þvert nei og fékk því framgengt að lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir næstu fjögur ár hið minnsta, að því er norska ríkisútvarpið NRK greindi frá. Þó eru á þessu undantekningar. Vopnaburður verður leyfður á viðkvæmum stöðum, eins og flugvöllum og lestarstöðvum, en þá samkvæmt áhættumati. Það fylgir sögunni að hættan á hryðjuverkum í Noregi hefur nú verið endurmetin, og telst nú minni en áður. Í fyrra var hryðjuverk talið líklegt en telst nú mögulegt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir á almannafæri, samkvæmt nýrri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vopnaburður lögreglu hefur lengi verið heitt deilumál í Noregi en norskir lögreglumenn eru ásamt þeim íslensku þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki bera byssur á almannafæri. Af öðrum Evrópulöndum er það einnig á Bretlandi og Írlandi sem lögreglan er almennt óvopnuð á götum úti. Bent hefur verið á það í umræðu í norskum fjölmiðlum að einu aðalflugvellir Evrópuríkja, þar sem ekki sjást vopnaðir lögreglumenn, séu í Noregi og á Íslandi, Gardermoen og Keflavíkurflugvöllur. Þótt byssurnar séu ekki sýnilegar dags daglega er norska lögreglan þó vel vopnum búin, skammbyssuhólf er í lögreglubílum og vopnageymslur á lögreglustöðvum, og norskir lögreglumenn hljóta mikla þjálfun í beitingu skotvopna, sem gripið er til þegar ógn steðjar að. Nú hefur reynt á málið innan nýrrar ríkisstjórnar Noregs. Forystuflokkar stjórnarinnar, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, hafa viljað stíga skrefið til fulls og láta lögreglumenn bera skammbyssur á almannafæri. Nýr samstarfsflokkur þeirra, sem kom inn í stjórnina í síðasta mánuði, Venstre-flokkur Trine Skei Grande, sagði hins vegar þvert nei og fékk því framgengt að lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir næstu fjögur ár hið minnsta, að því er norska ríkisútvarpið NRK greindi frá. Þó eru á þessu undantekningar. Vopnaburður verður leyfður á viðkvæmum stöðum, eins og flugvöllum og lestarstöðvum, en þá samkvæmt áhættumati. Það fylgir sögunni að hættan á hryðjuverkum í Noregi hefur nú verið endurmetin, og telst nú minni en áður. Í fyrra var hryðjuverk talið líklegt en telst nú mögulegt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira