Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 13:45 Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smarlandsins á Mbl.is. Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið í dag og greindi frá upplifun sinni að lesa skrif um sjálfan sig. Grúppan telur tæplega tíu þúsund manns en hún var stofnuð fyrir tveimur árum. Í lýsingu hópsins segir að þar sé hægt að deila myndum og fréttum af körlum að gera merkilega hluti. Stofnandi hópsins er að sögn Jóns Steinars Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Hún er einn þriggja stjórnenda hópsins í dag. Upplýsti Jón Steinar að hann hefði verið kallaður ógeð, viðbjóður, kvikyndi, fáviti og spurt hver ætlaði að skála í kampavíni þegar hann væri dauður. Jón Steinar ræddi upplifun sína í Harmageddon á X-inu í morgun. Hann setti mál sitt í samhengi við brottrekstur Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi rektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann var rekinn fyrir ummæli um konur í Facebook hópi. Telur Jón Steinar að sömu aðilar og fagni brottrekstri Kristins leyfi sér að tala fjálglega um sig og fleiri í fyrrnefndum hópi.Viðtalið má heyra hér að neðan.Marta María segir í færslu á Facebook að Jón Steinar sé ekki eina manneskjan sem hafi lent undir strætó í fyrrnefndum hópi. Sjálf var hún eitt sinn í hópnum en var vikið úr honum. „Ég man hvað það var mikill léttir þegar mér var hent út af síðunni án nokkurra skýringa,“ segir Marta María. „Það er nefnilega mjög óþægilegt að lesa níð um sjálfan sig eða vinnu sína dag eftir dag.“ Marta María segir að fleiri samstarfskonur hennar á Morgunblaðinu hafi upplifað létti þegar þær hættu í hópnum. Hún fagnar því að Jón Steinar hafi stigið fram. „Gott að einhver sagði eitthvað!“ Ólöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, tekur undir með Mörtu og segir ofboðslegan létti að vera kominn út úr hópnum. Bubbi Morthens segir það sem Jón Steinar hafi lent í vera ofbeldi. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, stofnanda og einn stjórnenda grúppunnar, við vinnslu fréttarinnar. Hildur Lilliendahl, annar stjórnandi grúppunar, tjáði blaðamanni að stjórnendurnir hefðu ekki hugsað sér að ræða málið við blaðamenn. Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið í dag og greindi frá upplifun sinni að lesa skrif um sjálfan sig. Grúppan telur tæplega tíu þúsund manns en hún var stofnuð fyrir tveimur árum. Í lýsingu hópsins segir að þar sé hægt að deila myndum og fréttum af körlum að gera merkilega hluti. Stofnandi hópsins er að sögn Jóns Steinars Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Hún er einn þriggja stjórnenda hópsins í dag. Upplýsti Jón Steinar að hann hefði verið kallaður ógeð, viðbjóður, kvikyndi, fáviti og spurt hver ætlaði að skála í kampavíni þegar hann væri dauður. Jón Steinar ræddi upplifun sína í Harmageddon á X-inu í morgun. Hann setti mál sitt í samhengi við brottrekstur Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi rektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann var rekinn fyrir ummæli um konur í Facebook hópi. Telur Jón Steinar að sömu aðilar og fagni brottrekstri Kristins leyfi sér að tala fjálglega um sig og fleiri í fyrrnefndum hópi.Viðtalið má heyra hér að neðan.Marta María segir í færslu á Facebook að Jón Steinar sé ekki eina manneskjan sem hafi lent undir strætó í fyrrnefndum hópi. Sjálf var hún eitt sinn í hópnum en var vikið úr honum. „Ég man hvað það var mikill léttir þegar mér var hent út af síðunni án nokkurra skýringa,“ segir Marta María. „Það er nefnilega mjög óþægilegt að lesa níð um sjálfan sig eða vinnu sína dag eftir dag.“ Marta María segir að fleiri samstarfskonur hennar á Morgunblaðinu hafi upplifað létti þegar þær hættu í hópnum. Hún fagnar því að Jón Steinar hafi stigið fram. „Gott að einhver sagði eitthvað!“ Ólöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, tekur undir með Mörtu og segir ofboðslegan létti að vera kominn út úr hópnum. Bubbi Morthens segir það sem Jón Steinar hafi lent í vera ofbeldi. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, stofnanda og einn stjórnenda grúppunnar, við vinnslu fréttarinnar. Hildur Lilliendahl, annar stjórnandi grúppunar, tjáði blaðamanni að stjórnendurnir hefðu ekki hugsað sér að ræða málið við blaðamenn.
Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15