„Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2018 06:45 Faðir heldur á barninu sínu á Al Thawra-spítalanum við Hodeida. Mynd/SÞ Hinn 10 ára gamli Adam átti sína síðustu daga á spítalanum Al Thawra, í grennd við hafnarborgina Hodeida við Rauðahaf í Jemen þar sem hlúð er að alvarlega vannærðum börnum. Þegar Juliette Touma heimsótti spítalann var Adam aðeins 10 kíló að þyngd. Hann var með alvarlegan heilaskaða. „Hann lést nokkrum dögum eftir að ég heimsótti spítalann,“ segir Juliette í samtali við Fréttablaðið. Juliette er kynningarfulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Örlög Adams eru langt í frá einsdæmi.Í Jemen eru um 400 þúsund alvarlega vannærð börn.Fréttablaðið/SÞÁtök stríðandi fylkinga uppreisnarmanna Húta og hernaðarbandalags sem Sádi-Arabar leiða hafa farið stigvaxandi í Jemen. Nú hafa víglínurnar færst nær Hodeida, vígi Húta. Borgin er lífæð Jemen. Um 80 prósent af nauðsynjavörum og hjálpargögnum Barnahjálparinnar sem flutt eru til landsins koma í gegnum höfnina við Hodeida. „Við flytjum nærri öll okkar hjálpargögn í gegnum Hodeida. Við höfum aðrar leiðir, en höfnin í Hodeida er ein sú mikilvægasta. Við höfum miklar áhyggjur af því núna að annaðhvort höfnin skemmist í átökum, eða í versta falli, að hún lokist algerlega. Þá mun okkur ekki að takast að koma hjálpargögnum til fólks. Auk þess sem innflutningur á mat, eldsneyti og annarri nauðsynjavöru lokast inn í allt landið,“ segir Juliette.Alvarlega vannærð Á Al Thawra-spítalanum þar sem Juliette hitti Adam fyrir eru nú 59 börn. Af þeim eru 25 á gjörgæslu vegna vannæringar. Hún segir spítalann einn þann mikilvægasta í landinu en starfsmenn þar hafi greint frá því undanfarnar vikur að átökin færist sífellt nær spítalanum.Juliette Touma við höfnina í Hodeida.Fréttblaðið/SÞÍ Jemen eru um 400 þúsund börn sem eru alvarlega vannærð. Juliette segir að það þurfi að bregðast við þessu ástandi sem fyrst, áherslur UNICEF undanfarna mánuði hafi verið á að reyna að ná til barna sem eru vannærð. „Síðustu ár höfum við lagt meira í að berjast gegn vannæringu barna í Jemen, að reyna að koma í veg fyrir að fleiri börn verði vannærð,“ segir hún. Hjálparstarfið nauðsynlegt Juliette segir að það sé mikilvægt að greina vannæringu sem fyrst. UNICEF reyni því að starfa eins mikið og þau geta á vettvangi. Þau starfi bæði með öðrum hjálparsamtökum og heilbrigðisstarfsfólki frá Jemen sem fari á milli borga og bæja og veiti fólki heilbrigðisþjónustu á vettvangi. Hún segir að þau sjái verulegan árangur af verkefnum sínum í Jemen. Fjöldi vannærðra barna hafi staðið í stað og þau hafi um einhverja stund núna ekki séð fjölgun. Til þess að ná enn betri árangri sé þó nauðsynlegt að þau geti haldið starfi sínu áfram og að hjálpargögn komist á vettvang. „Þetta er ástæðan fyrir því að við verðum að fá að halda vinnu okkar áfram og að við fáum tækifæri til að leggja enn meira af mörkum til að ná til fleiri barna. Svo að börn eins og Adam lifi af, en deyi ekki,“ segir Juliette.Frá því átökin hófust hafa 6.639 börn látist eða særst. Fréttablaðið/SÞSaga barnanna í Jemen mikilvæg Aðspurð hvernig Íslendingar geti lagt sitt af mörkum segir Juliette að það sé einkar mikilvægt að halda áfram tala um Jemen og að segja sögur barnanna í Jemen. „Saga þessara barna er mikilvæg. Þetta eru einar mestu hörmungar í sögu heimsins og við horfum á þetta eiga sér stað. Ef einungis er litið til 21. aldarinnar eru þetta verstu hörmungar sem við höfum horft upp á,“ segir Juliette. Hún segir það vera hneyksli að samhliða framförum í læknavísindum skuli börn enn deyja af völdum vannæringar, kóleru og niðurgangs á 21. öldinni. „Því að þetta eru dauðsföll sem hægt er að koma í veg fyrir. Staðan í Jemen er af mannavöldum. Þetta eru ekki náttúruhamfarir. Allt sem á sér stað í Jemen er af völdum manna og ákvarðana þeirra.“ Hún segir afar mikilvægt að muna að hver og einn geti þrýst á stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að átökunum linni í Jemen. „Þessi styrjöld hefur leitt mannkyn á afar dimman stað, og þetta land í helvíti. Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn,“ segir Juliette.Barn stígur á vigt á Al Thawra-spítalanum.Fréttablaðið/SÞÞað sem tekur við Spurð hvort hún sjái fram á að aðstæður breytist í bráð í Jemen segist hún ávallt vongóð. Að átökunum muni ljúka og að vopn verði lögð niður. Þannig geti fólk í Jemen unnið saman að jákvæðri framtíð, bæði fólksins og landsins. Hún tekur þó fram að þó að átökum myndi ljúka á morgun ætti Jemen langt í land því þar er gríðarleg fátækt. „Ef átökin myndu hætta núna væri það mjög jákvætt. Fólk myndi þá fá tækifæri til að halda áfram með daglegt líf sitt og ná sér á strik eftir stríðið. Það gæti í sameiningu byggt upp það sem eyðilagðist í stríðinu. Unnið að því að koma á góðum stjórnmálum og stjórnsýslu með það að markmiði að allir geti lifað góðu lífi og haft sama aðgengi að grunnþjónustu eins og menntun og heilbrigðisþjónustu. En Jemen er mjög fátækt land svo það er margt sem þarf að gera þegar stríðinu lýkur,“ segir Juliette að lokum. Til að styrkja starf UNICEF í Jemen er hægt að senda skilaboðin „Jemen“ í símanúmerið 1900 og gefa þannig 1.900 kr.Frá Al Thawra-spítalanum.Fréttablaðið/SÞ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Hinn 10 ára gamli Adam átti sína síðustu daga á spítalanum Al Thawra, í grennd við hafnarborgina Hodeida við Rauðahaf í Jemen þar sem hlúð er að alvarlega vannærðum börnum. Þegar Juliette Touma heimsótti spítalann var Adam aðeins 10 kíló að þyngd. Hann var með alvarlegan heilaskaða. „Hann lést nokkrum dögum eftir að ég heimsótti spítalann,“ segir Juliette í samtali við Fréttablaðið. Juliette er kynningarfulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Örlög Adams eru langt í frá einsdæmi.Í Jemen eru um 400 þúsund alvarlega vannærð börn.Fréttablaðið/SÞÁtök stríðandi fylkinga uppreisnarmanna Húta og hernaðarbandalags sem Sádi-Arabar leiða hafa farið stigvaxandi í Jemen. Nú hafa víglínurnar færst nær Hodeida, vígi Húta. Borgin er lífæð Jemen. Um 80 prósent af nauðsynjavörum og hjálpargögnum Barnahjálparinnar sem flutt eru til landsins koma í gegnum höfnina við Hodeida. „Við flytjum nærri öll okkar hjálpargögn í gegnum Hodeida. Við höfum aðrar leiðir, en höfnin í Hodeida er ein sú mikilvægasta. Við höfum miklar áhyggjur af því núna að annaðhvort höfnin skemmist í átökum, eða í versta falli, að hún lokist algerlega. Þá mun okkur ekki að takast að koma hjálpargögnum til fólks. Auk þess sem innflutningur á mat, eldsneyti og annarri nauðsynjavöru lokast inn í allt landið,“ segir Juliette.Alvarlega vannærð Á Al Thawra-spítalanum þar sem Juliette hitti Adam fyrir eru nú 59 börn. Af þeim eru 25 á gjörgæslu vegna vannæringar. Hún segir spítalann einn þann mikilvægasta í landinu en starfsmenn þar hafi greint frá því undanfarnar vikur að átökin færist sífellt nær spítalanum.Juliette Touma við höfnina í Hodeida.Fréttblaðið/SÞÍ Jemen eru um 400 þúsund börn sem eru alvarlega vannærð. Juliette segir að það þurfi að bregðast við þessu ástandi sem fyrst, áherslur UNICEF undanfarna mánuði hafi verið á að reyna að ná til barna sem eru vannærð. „Síðustu ár höfum við lagt meira í að berjast gegn vannæringu barna í Jemen, að reyna að koma í veg fyrir að fleiri börn verði vannærð,“ segir hún. Hjálparstarfið nauðsynlegt Juliette segir að það sé mikilvægt að greina vannæringu sem fyrst. UNICEF reyni því að starfa eins mikið og þau geta á vettvangi. Þau starfi bæði með öðrum hjálparsamtökum og heilbrigðisstarfsfólki frá Jemen sem fari á milli borga og bæja og veiti fólki heilbrigðisþjónustu á vettvangi. Hún segir að þau sjái verulegan árangur af verkefnum sínum í Jemen. Fjöldi vannærðra barna hafi staðið í stað og þau hafi um einhverja stund núna ekki séð fjölgun. Til þess að ná enn betri árangri sé þó nauðsynlegt að þau geti haldið starfi sínu áfram og að hjálpargögn komist á vettvang. „Þetta er ástæðan fyrir því að við verðum að fá að halda vinnu okkar áfram og að við fáum tækifæri til að leggja enn meira af mörkum til að ná til fleiri barna. Svo að börn eins og Adam lifi af, en deyi ekki,“ segir Juliette.Frá því átökin hófust hafa 6.639 börn látist eða særst. Fréttablaðið/SÞSaga barnanna í Jemen mikilvæg Aðspurð hvernig Íslendingar geti lagt sitt af mörkum segir Juliette að það sé einkar mikilvægt að halda áfram tala um Jemen og að segja sögur barnanna í Jemen. „Saga þessara barna er mikilvæg. Þetta eru einar mestu hörmungar í sögu heimsins og við horfum á þetta eiga sér stað. Ef einungis er litið til 21. aldarinnar eru þetta verstu hörmungar sem við höfum horft upp á,“ segir Juliette. Hún segir það vera hneyksli að samhliða framförum í læknavísindum skuli börn enn deyja af völdum vannæringar, kóleru og niðurgangs á 21. öldinni. „Því að þetta eru dauðsföll sem hægt er að koma í veg fyrir. Staðan í Jemen er af mannavöldum. Þetta eru ekki náttúruhamfarir. Allt sem á sér stað í Jemen er af völdum manna og ákvarðana þeirra.“ Hún segir afar mikilvægt að muna að hver og einn geti þrýst á stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að átökunum linni í Jemen. „Þessi styrjöld hefur leitt mannkyn á afar dimman stað, og þetta land í helvíti. Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn,“ segir Juliette.Barn stígur á vigt á Al Thawra-spítalanum.Fréttablaðið/SÞÞað sem tekur við Spurð hvort hún sjái fram á að aðstæður breytist í bráð í Jemen segist hún ávallt vongóð. Að átökunum muni ljúka og að vopn verði lögð niður. Þannig geti fólk í Jemen unnið saman að jákvæðri framtíð, bæði fólksins og landsins. Hún tekur þó fram að þó að átökum myndi ljúka á morgun ætti Jemen langt í land því þar er gríðarleg fátækt. „Ef átökin myndu hætta núna væri það mjög jákvætt. Fólk myndi þá fá tækifæri til að halda áfram með daglegt líf sitt og ná sér á strik eftir stríðið. Það gæti í sameiningu byggt upp það sem eyðilagðist í stríðinu. Unnið að því að koma á góðum stjórnmálum og stjórnsýslu með það að markmiði að allir geti lifað góðu lífi og haft sama aðgengi að grunnþjónustu eins og menntun og heilbrigðisþjónustu. En Jemen er mjög fátækt land svo það er margt sem þarf að gera þegar stríðinu lýkur,“ segir Juliette að lokum. Til að styrkja starf UNICEF í Jemen er hægt að senda skilaboðin „Jemen“ í símanúmerið 1900 og gefa þannig 1.900 kr.Frá Al Thawra-spítalanum.Fréttablaðið/SÞ
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira