Varaformaður Viðreisnar undrandi á frestun ríkisstjórnar á orkupakka Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 12:43 Þorsteinn Víglundsson. Fréttablaðið/Eyþór Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira