Varaformaður Viðreisnar undrandi á frestun ríkisstjórnar á orkupakka Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 12:43 Þorsteinn Víglundsson. Fréttablaðið/Eyþór Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent