Fremstu stjórar Evrópu vilja losna við útivallamarkaregluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 08:00 Valsmenn standa hér svekktir eftir en skömmu áður höfðu þeir klúðrað dauðafæri í heimaleiknum á móti Sheriff Tiraspol. Vísir/Daníel Fremstu knattspyrnustjórar Evrópu hafa sett pressu á Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að gera breytingar á reglunni um útivallarmörk og þeir vilja líka að öll félög sitji við sama borð þegar kemur að lokunartíma félagsskiptagluggans. Íslandsmeistarar Vals eru eitt af fórnarlömbum útivallarmarkareglunnar í haust en Valsliðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Sheriff Tiraspol á færri mörkum skoruðu á útivelli. „Þjálfararnir halda því fram að skora mörk á útivelli sé ekki eins erfitt og það var einu sinni,“ sagði Giorgio Marchetti, aðstoðarframkvæmdastjóri UEFA, við BBC eftir fund þjálfaranna í Sviss. „Þeir vilja að við endurskoðum þessa reglu og það munum við líka gera,“ sagði Marchetti.Uefa is set to review the away-goals rule in continental competitions, after a number of coaches called for a change. More: https://t.co/EIhFqEZsNBpic.twitter.com/vSEyZjx35Y — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Á þessum árlega fundi voru meðal annars Jose Mourinho (stjóri Manchester United), Unai Emery (stjóri Arsenal), Arsene Wenger, Massimiliano Allegri (stjóri Juventus), Julen Lopetegui (stjóri Real Madrid), Carlo Ancelotti (stjóri Napoli) og Thomas Tuchel (stjóri Paris St-Germain). Reglan um útivallarmörkin kom fyrst fram í Evrópukeppni bikarhafa árið 1965 en þá hafði verið gripið til þess ráðs að kasta upp krónu eða spila annan leik á hlutlausum velli á tímum þegar ferðalög voru mun erfiðari. Marchetti sagði að reglan hafi nú þau áhrif að heimaliðin taki enga áhættu og leggi ofurkapp á því að halda hreinu og fá ekki á sig þetta „hræðilega“ útivallarmark. Knattspyrnustjórarnir pressuðu líka á það að félagsskiptaglugginn myndi loka á sama tíma í Evrópu og í Englandi eða fyrir tímabilið. Enska úrvalsdeildin færði lokunartíma gluggans fram fyrir mótið í haust. Gluggarnir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og í Frakklandi sem dæmi lokuðu ekki fyrr en í lok ágúst. „Þjálfararnir eru á því að það eiga að vera einn algildur gluggi og sá gluggi ætti að lokast áður en tímabilið hefst. Hugmyndin núna er að reyna að láta það verða að veruleika,“ sagði Marchetti. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Fremstu knattspyrnustjórar Evrópu hafa sett pressu á Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að gera breytingar á reglunni um útivallarmörk og þeir vilja líka að öll félög sitji við sama borð þegar kemur að lokunartíma félagsskiptagluggans. Íslandsmeistarar Vals eru eitt af fórnarlömbum útivallarmarkareglunnar í haust en Valsliðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Sheriff Tiraspol á færri mörkum skoruðu á útivelli. „Þjálfararnir halda því fram að skora mörk á útivelli sé ekki eins erfitt og það var einu sinni,“ sagði Giorgio Marchetti, aðstoðarframkvæmdastjóri UEFA, við BBC eftir fund þjálfaranna í Sviss. „Þeir vilja að við endurskoðum þessa reglu og það munum við líka gera,“ sagði Marchetti.Uefa is set to review the away-goals rule in continental competitions, after a number of coaches called for a change. More: https://t.co/EIhFqEZsNBpic.twitter.com/vSEyZjx35Y — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Á þessum árlega fundi voru meðal annars Jose Mourinho (stjóri Manchester United), Unai Emery (stjóri Arsenal), Arsene Wenger, Massimiliano Allegri (stjóri Juventus), Julen Lopetegui (stjóri Real Madrid), Carlo Ancelotti (stjóri Napoli) og Thomas Tuchel (stjóri Paris St-Germain). Reglan um útivallarmörkin kom fyrst fram í Evrópukeppni bikarhafa árið 1965 en þá hafði verið gripið til þess ráðs að kasta upp krónu eða spila annan leik á hlutlausum velli á tímum þegar ferðalög voru mun erfiðari. Marchetti sagði að reglan hafi nú þau áhrif að heimaliðin taki enga áhættu og leggi ofurkapp á því að halda hreinu og fá ekki á sig þetta „hræðilega“ útivallarmark. Knattspyrnustjórarnir pressuðu líka á það að félagsskiptaglugginn myndi loka á sama tíma í Evrópu og í Englandi eða fyrir tímabilið. Enska úrvalsdeildin færði lokunartíma gluggans fram fyrir mótið í haust. Gluggarnir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og í Frakklandi sem dæmi lokuðu ekki fyrr en í lok ágúst. „Þjálfararnir eru á því að það eiga að vera einn algildur gluggi og sá gluggi ætti að lokast áður en tímabilið hefst. Hugmyndin núna er að reyna að láta það verða að veruleika,“ sagði Marchetti.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira