Lítur út fyrir að Sverrir byrji á móti Sviss: „Vonandi fer tækifærunum fjölgandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 15:00 Sverrir Ingi Ingason er búinn að vera klár í þó nokkurn tíma. vísir/bubblur Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í Þjóðadeildinni, nýrri landsliðakeppni á vegum UEFA, á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen. Keppnin hefur verið kölluð Meistaradeild landsliða. „Þetta er flott deild og það verður eflaust töluvert skemmtilegra að spila þessa leiki heldur vináttuleikina. Hver einasti leikur núna skiptir máli þannig að við þurfum að gjöra svo vel og vera klárir á laugardaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, miðvörður, við Guðmund Benediktsson í Schrun þar sem að liðið æfir. Sverrir hefur verið næsti maður inn í miðvörðinn um nokkurt skeið en lítið komist að vegna frábærrar frammistöðu Ragnars Sigurðssonar og Kára Árnasonar. Miðað við æfingar vikunnar lítur út fyrir að Sverrir byrji leikinn. „Það er eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn,“ segir Sverrir sem býst við hörkuleik á móti Sviss. „Sviss er með hörkulið. Þeir hafa verið á stórmótunum undanfarin ár og eru með góða leikmenn. Við þurfum að eiga topp leik til að vinna þá á laugardaginn. Við stefnum á að gera það.“ Erik Hamrén er að stýra liðinu á sínum fyrstu æfingum en hvernig er hann að koma til leiks? „Hann kemur inn með sína hugmyndafræði á einhverjum sviðum. Með nýjum manni fylgir eitthvað nýtt en hann vill halda í það sem við höfum verið að gera vel á síðustu árum sem er skiljanlegt. Við höfum við að ná úrslitum. Vonandi getum við bara orðið enn betra lið,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í Þjóðadeildinni, nýrri landsliðakeppni á vegum UEFA, á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen. Keppnin hefur verið kölluð Meistaradeild landsliða. „Þetta er flott deild og það verður eflaust töluvert skemmtilegra að spila þessa leiki heldur vináttuleikina. Hver einasti leikur núna skiptir máli þannig að við þurfum að gjöra svo vel og vera klárir á laugardaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, miðvörður, við Guðmund Benediktsson í Schrun þar sem að liðið æfir. Sverrir hefur verið næsti maður inn í miðvörðinn um nokkurt skeið en lítið komist að vegna frábærrar frammistöðu Ragnars Sigurðssonar og Kára Árnasonar. Miðað við æfingar vikunnar lítur út fyrir að Sverrir byrji leikinn. „Það er eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn,“ segir Sverrir sem býst við hörkuleik á móti Sviss. „Sviss er með hörkulið. Þeir hafa verið á stórmótunum undanfarin ár og eru með góða leikmenn. Við þurfum að eiga topp leik til að vinna þá á laugardaginn. Við stefnum á að gera það.“ Erik Hamrén er að stýra liðinu á sínum fyrstu æfingum en hvernig er hann að koma til leiks? „Hann kemur inn með sína hugmyndafræði á einhverjum sviðum. Með nýjum manni fylgir eitthvað nýtt en hann vill halda í það sem við höfum verið að gera vel á síðustu árum sem er skiljanlegt. Við höfum við að ná úrslitum. Vonandi getum við bara orðið enn betra lið,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00