Lítur út fyrir að Sverrir byrji á móti Sviss: „Vonandi fer tækifærunum fjölgandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 15:00 Sverrir Ingi Ingason er búinn að vera klár í þó nokkurn tíma. vísir/bubblur Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í Þjóðadeildinni, nýrri landsliðakeppni á vegum UEFA, á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen. Keppnin hefur verið kölluð Meistaradeild landsliða. „Þetta er flott deild og það verður eflaust töluvert skemmtilegra að spila þessa leiki heldur vináttuleikina. Hver einasti leikur núna skiptir máli þannig að við þurfum að gjöra svo vel og vera klárir á laugardaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, miðvörður, við Guðmund Benediktsson í Schrun þar sem að liðið æfir. Sverrir hefur verið næsti maður inn í miðvörðinn um nokkurt skeið en lítið komist að vegna frábærrar frammistöðu Ragnars Sigurðssonar og Kára Árnasonar. Miðað við æfingar vikunnar lítur út fyrir að Sverrir byrji leikinn. „Það er eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn,“ segir Sverrir sem býst við hörkuleik á móti Sviss. „Sviss er með hörkulið. Þeir hafa verið á stórmótunum undanfarin ár og eru með góða leikmenn. Við þurfum að eiga topp leik til að vinna þá á laugardaginn. Við stefnum á að gera það.“ Erik Hamrén er að stýra liðinu á sínum fyrstu æfingum en hvernig er hann að koma til leiks? „Hann kemur inn með sína hugmyndafræði á einhverjum sviðum. Með nýjum manni fylgir eitthvað nýtt en hann vill halda í það sem við höfum verið að gera vel á síðustu árum sem er skiljanlegt. Við höfum við að ná úrslitum. Vonandi getum við bara orðið enn betra lið,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í Þjóðadeildinni, nýrri landsliðakeppni á vegum UEFA, á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen. Keppnin hefur verið kölluð Meistaradeild landsliða. „Þetta er flott deild og það verður eflaust töluvert skemmtilegra að spila þessa leiki heldur vináttuleikina. Hver einasti leikur núna skiptir máli þannig að við þurfum að gjöra svo vel og vera klárir á laugardaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, miðvörður, við Guðmund Benediktsson í Schrun þar sem að liðið æfir. Sverrir hefur verið næsti maður inn í miðvörðinn um nokkurt skeið en lítið komist að vegna frábærrar frammistöðu Ragnars Sigurðssonar og Kára Árnasonar. Miðað við æfingar vikunnar lítur út fyrir að Sverrir byrji leikinn. „Það er eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn,“ segir Sverrir sem býst við hörkuleik á móti Sviss. „Sviss er með hörkulið. Þeir hafa verið á stórmótunum undanfarin ár og eru með góða leikmenn. Við þurfum að eiga topp leik til að vinna þá á laugardaginn. Við stefnum á að gera það.“ Erik Hamrén er að stýra liðinu á sínum fyrstu æfingum en hvernig er hann að koma til leiks? „Hann kemur inn með sína hugmyndafræði á einhverjum sviðum. Með nýjum manni fylgir eitthvað nýtt en hann vill halda í það sem við höfum verið að gera vel á síðustu árum sem er skiljanlegt. Við höfum við að ná úrslitum. Vonandi getum við bara orðið enn betra lið,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira
Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00