Christian Heidel, yfirmaður knattspyrnumála hjá Schalke, segir að félaginu hafi boðist ellefu leikmenn frá Englandi undanfarnar vikur.
Schalke hefur verið orðað við leikmenn á borð við Danny Drinkwater, Ruben Loftus-Cheek og Danny Rose undanfarnar vikur en Heidel segir að þetta sé ekki rétt.
Ellefu félög hafa sett sig í samband við Schalke með leikmenn en Heidel segir að allir þessir leikmenn séu einfaldlega of dýrir fyrir Schalke.
Hann sagði þó á blaðamannafundi í dag að þeir vildu bæta við tveimur leikmönnum áður en glugginn í Þýskalandi lokar. Það er í lok ágúst mánaðar en ekki er víst að þeir nái tveimur inn fyrir þann tíma.
Schalke boðist leikmenn frá ellefu enskum félögum
