Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2018 13:00 Þessi mynd var tekin inni í Perlunni í morgun og sýnir ansi vel skemmdirnar sem urðu þar inni. mynd/Þórhildur Rán Torfadóttir Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. Slökkvilið var að störfum vegna brunans í um tólf klukkustundir. Perlan verður lokuð í einhverja daga vegna brunans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðins var með hámarks viðbúnað þegar eldur kom upp í klæðningu í einum tankanna við Perluna um klukkan hálf þrjú í gær. Allur tiltækur mannafli og tæki voru send á staðinn en erfitt var að komast að rótum eldsins sem leyndist á bakvið klæðningar í tanknum. Slökkvistarfi lauk um klukkan ellefu í gærkvöldi en slökkviliðsmenn voru með vakt við húsið til klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, sem leigir jarðhæð Perlunnar segir að skemmdir hafi sem betur fer reynst minni en hann óttaðist í gær en skemmdir séu vegna vatns og reyks. „Það er lykt í húsinu. Við höfum það markmið að opna hér sýningu á heimsmælikvarða og munum ekki opna húsið ef það er lykt í því. Þannig að við viljum tryggja að upplifun gesta sé 100 prósent,“ segir Gunnar. Þetta muni tefja opnun sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru lítillega en vonandi takist samt að opna hana næstkomandi föstudag. „Ef lyktin er farin opnum við húsið um leið. Perlan er lykil mannvirki í Reykjavík. Þetta er hús sem getur ekki verið lokað.“ Það var verið að vinna inni í tanknum að stjörnumiðstöðinni ykkar. Mun þetta tefja það verk mikið? „Nei, ekkert. Við stefnum að því að opna stjörnuver Perlunnar á haustmánuðum. Við stefndum að 1. október og ætlum að halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Gunnar. Þegar eldurinn kom upp í gær hafði Gunnar miklar áhyggjur af dýrum búnaði sem tengist sýningum í Perlunni og metinn er á um tvo milljarða króna. En unnið er að uppsetningu mikillar sýningar í húsinu, meðal annars stjörnumiðstöðvar í tanknum þar sem eldurinn kom upp.Slapp hann eða urðu skemmdir á hluta hans? „Það lítur út fyrir að mestur hluti búnaðarins sé í lagi. Hins vegar er það þannig að þegar reykur fer inn í skjávarpa og skjávarpar eru ekki vinur vatns, vitum við aldrei hvernig fer. Við erum að fara að kveikja á græjunum okkar á eftir. Ég get ekki sagt nákvæmlega um stöðuna á skjávörpunum en allur okkar aðaltölvubúnaður virðist vera í lagi og lang stærsti hluti sýningarinnar er í lagi.“Er búið að dæla öllu vatni út? Þetta var auðvitað mikið magn af vatni sem fór þarna inn? „Já. Öllu vatni var dælt út í nótt,“ segir Gunnar Gunnarsson. Tengdar fréttir Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. Slökkvilið var að störfum vegna brunans í um tólf klukkustundir. Perlan verður lokuð í einhverja daga vegna brunans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðins var með hámarks viðbúnað þegar eldur kom upp í klæðningu í einum tankanna við Perluna um klukkan hálf þrjú í gær. Allur tiltækur mannafli og tæki voru send á staðinn en erfitt var að komast að rótum eldsins sem leyndist á bakvið klæðningar í tanknum. Slökkvistarfi lauk um klukkan ellefu í gærkvöldi en slökkviliðsmenn voru með vakt við húsið til klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, sem leigir jarðhæð Perlunnar segir að skemmdir hafi sem betur fer reynst minni en hann óttaðist í gær en skemmdir séu vegna vatns og reyks. „Það er lykt í húsinu. Við höfum það markmið að opna hér sýningu á heimsmælikvarða og munum ekki opna húsið ef það er lykt í því. Þannig að við viljum tryggja að upplifun gesta sé 100 prósent,“ segir Gunnar. Þetta muni tefja opnun sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru lítillega en vonandi takist samt að opna hana næstkomandi föstudag. „Ef lyktin er farin opnum við húsið um leið. Perlan er lykil mannvirki í Reykjavík. Þetta er hús sem getur ekki verið lokað.“ Það var verið að vinna inni í tanknum að stjörnumiðstöðinni ykkar. Mun þetta tefja það verk mikið? „Nei, ekkert. Við stefnum að því að opna stjörnuver Perlunnar á haustmánuðum. Við stefndum að 1. október og ætlum að halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Gunnar. Þegar eldurinn kom upp í gær hafði Gunnar miklar áhyggjur af dýrum búnaði sem tengist sýningum í Perlunni og metinn er á um tvo milljarða króna. En unnið er að uppsetningu mikillar sýningar í húsinu, meðal annars stjörnumiðstöðvar í tanknum þar sem eldurinn kom upp.Slapp hann eða urðu skemmdir á hluta hans? „Það lítur út fyrir að mestur hluti búnaðarins sé í lagi. Hins vegar er það þannig að þegar reykur fer inn í skjávarpa og skjávarpar eru ekki vinur vatns, vitum við aldrei hvernig fer. Við erum að fara að kveikja á græjunum okkar á eftir. Ég get ekki sagt nákvæmlega um stöðuna á skjávörpunum en allur okkar aðaltölvubúnaður virðist vera í lagi og lang stærsti hluti sýningarinnar er í lagi.“Er búið að dæla öllu vatni út? Þetta var auðvitað mikið magn af vatni sem fór þarna inn? „Já. Öllu vatni var dælt út í nótt,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Tengdar fréttir Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30
Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46