Elding fékk Kuðunginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 16:02 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ásamt fulltrúum Eldingar, Rannveigu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra og Sveini Hólmari Guðmundssyni, umhverfisstjóra. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Eldingu Hvalaskoðun Reykjavík í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Brúarskóla í Reykjavík og Grundaskóla á Akranesi útnefndir Varðliðar umhverfisins. Þá voru fimm stúlkur í 10. bekk Hagaskóla jafnframt útnefndar Varðliðar umhverfisins fyrir verkefnið Pokastöðin Vesturbær. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Eldingu Hvalaskoðun sem handhafa Kuðungsins kemur fram að Elding hafi haft virka umhverfisstjórnun í sínum rekstri allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2000. Fyrirtækið hafi ætíð unnið eftir umhverfisvottunarkerfum þar sem stöðugra úrbóta er krafist og fylgst sé með hvernig gengur af óháðum matsaðila. Þá hafi Elding tekið þátt í ýmsum nýsköpunarverkefnum tengdum umhverfismálum, dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, noti eingöngu umhverfisvottaðar efnavörur og aukið verulega flokkun úrgangs frá fyrirtækinu. Elding hafi verið virk í samstarfi um umhverfismál og sýnt frumkvæði og verið virkt í ýmissi þróunarvinnu sem tengist umhverfisvænum lausnum. Þá sé viðskiptavinum Eldingar boðin markviss umhverfisfræðsla sem hluta af leiðsögn hvalaskoðun og norðurljósaferðum frá leiðsögumönnum sem eru menntaðir líffræðingar. Verðlaunagripurinn, Kuðungurinn, sem Elding hlaut, er að þessu sinni eftir Róshildi Jónsdóttur og Snæbjörn Þór Stefánsson hjá Hugdettu. Um er að ræða kertastjaka sem er þrívíð stöplamynd af hlýnun lands og sjávar síðastliðin 100 ár. Er hugmyndin að logi kertisins sem hvílir í kuðungum muni minna Eldingu og starfsmenn þess á mikilvægi þess að halda sínu góða umhverfisstarfi áfram. Þá öðlast Elding rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni. Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Eldingu Hvalaskoðun Reykjavík í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Brúarskóla í Reykjavík og Grundaskóla á Akranesi útnefndir Varðliðar umhverfisins. Þá voru fimm stúlkur í 10. bekk Hagaskóla jafnframt útnefndar Varðliðar umhverfisins fyrir verkefnið Pokastöðin Vesturbær. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Eldingu Hvalaskoðun sem handhafa Kuðungsins kemur fram að Elding hafi haft virka umhverfisstjórnun í sínum rekstri allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2000. Fyrirtækið hafi ætíð unnið eftir umhverfisvottunarkerfum þar sem stöðugra úrbóta er krafist og fylgst sé með hvernig gengur af óháðum matsaðila. Þá hafi Elding tekið þátt í ýmsum nýsköpunarverkefnum tengdum umhverfismálum, dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, noti eingöngu umhverfisvottaðar efnavörur og aukið verulega flokkun úrgangs frá fyrirtækinu. Elding hafi verið virk í samstarfi um umhverfismál og sýnt frumkvæði og verið virkt í ýmissi þróunarvinnu sem tengist umhverfisvænum lausnum. Þá sé viðskiptavinum Eldingar boðin markviss umhverfisfræðsla sem hluta af leiðsögn hvalaskoðun og norðurljósaferðum frá leiðsögumönnum sem eru menntaðir líffræðingar. Verðlaunagripurinn, Kuðungurinn, sem Elding hlaut, er að þessu sinni eftir Róshildi Jónsdóttur og Snæbjörn Þór Stefánsson hjá Hugdettu. Um er að ræða kertastjaka sem er þrívíð stöplamynd af hlýnun lands og sjávar síðastliðin 100 ár. Er hugmyndin að logi kertisins sem hvílir í kuðungum muni minna Eldingu og starfsmenn þess á mikilvægi þess að halda sínu góða umhverfisstarfi áfram. Þá öðlast Elding rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni.
Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira