Enski boltinn

Man City bætti þrjú met í gær

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í toppmálum
Í toppmálum vísir/getty
Það er engum blöðum um það að fletta að Manchester City hefur borið höfuð og herðar yfir andstæðinga sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem senn er að ljúka.

Liðið tryggði sér efsta sætið fyrir þónokkru síðan og hefur einungis verið að eltast við met undanfarnar vikur.

Í gær vann Man City öruggan 3-1 sigur á Brighton og sló í leiðinni þrjú met.

Man City á nú metið yfir flest stig á einu tímabili frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. Þeir eiga einnig metið yfir flesta sigra á einu tímabili, alls 31 sigur. Þá hefur ekkert lið skorað fleiri mörk á einu tímabili en mörk Man City eru nú orðin 105.

Pep Guardiola fer með sitt lið í heimsókn til fyrrum stjóra félagsins, Mark Hughes, og getur Man City því bætt eigin met gegn Southampton í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×