Enski boltinn

Mourinho: Á móti Brighton sagði ég í hálfleik að við myndum tapa

Einar Sigurvinsson skrifar
Mourinho á hliðarlínunni.
Mourinho á hliðarlínunni. vísir/getty
„Við erum næstbesta lið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er frábær deild með mörgum góðum liðum og sex liðum sem reyna að enda í fyrsta sæti,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir að lið hans gerði marklaust jafntefli við West Ham í kvöld.

„Ég ætla ekki að gagnrýna menn fyrir þessa frammistöðu. Á móti Brighton sagði ég í hálfleik að við myndum tapa, í hálfleiknum í kvöld sagði ég leikmönnunum að við myndum vinna. Ég hafði rangt fyrir mér en við vorum jákvæðir yfir leiknum.“

Þá staðfesti Mourinho að breytingar yrðu gerðar á liðinu fyrir leik liðsins gegn Watford í lokaumferð deildarinnar.

„Það er sjálfsagt mál að Michael Carrick verði fyrirliði á Old Trafford í síðasta leik sínum á ferlinum. David de Gea verður hvíldur, það gefur Sergio Romero tækifæri til að spila.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×