Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2018 11:34 Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Man. City, fagnar hér enska meistaratitlinum með Pep Guardiola, knattspyrnustjóra félagsins. vísir/getty Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. Þegar nýju eigendurnir frá Abu Dhabi keyptu félagið árið 2008 var staðan á Man. City ekki góð. Liðið hafði ekki unnið deildina í 40 ár og var miðlungslið í besta falli.Peningum dælt í félagið Áætlun nýju eigendanna var einföld. Dæla endalausum peningum inn í félagið þar til það gat keppt við þá bestu. Á fyrstu tveimur árunum voru leikmenn keyptir fyrir meira en 300 milljónir evra. Fjármálareglur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða aftur á móti á um að félög mega ekki eyða umfram þær tekjur sem koma inn. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að félögum er meinað að taka þátt í Evrópukeppnum. Þær reglur áttu að taka gildi árið 2013. Miðað við stefnu City voru það ekki góð tíðindi fyrir félagið. Það átti nefnilega að eyða miklu meiri peningum og samkvæmt grein Der Spiegel í dag var 1,1 milljarði punda dælt í félagið á fyrstu fjórum árum nýju eigendanna.Hvernig getum við svindlað? Það var því öllum ljóst að tekjurnar yrðu miklu minni en útgjöldin. Því urðu forráðamenn City að finna leiðir til þess að laga bókhaldið. Stjórnarformaður City, Ferran Soriano, boðaði til fundar hjá samtökum evrópskra knattspyrnuliða. Þar kom í ljós að margir studdu nýju fjármálareglurnar sem var Soriano ekki að skapi. Hann sagði líka að margir væru á móti þeim en þorðu ekki að segja það opinberlega. „Við verðum að berjast á móti þessu og þurfum að gera það á þann hátt að það sjáist ekki. Annars verður bent á okkur sem verstu óvini fótboltans,“ á Soriano að hafa sagt samkvæmt grein dagsins í Der Spiegel.Al-Mubarak með Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands.vísir/gettyÍ reykmettuðum bakherbergjum byrjuðu City-menn að leita að skapandi lausnum svo félagið gæti haldið áfram á sömu braut án þess að brjóta reglurnar á pappír. Úr varð að „Verkefnið Longbow“ var stofnað. Longbow er vopnið sem Englendingar notuðu eitt sinn í stríði gegn Frökkum og unnu. Óvinur City var Frakkinn Michel Platini sem þá var forseti UEFA. Megináherslan í þessu verkefni var að koma alls konar kostnaði frá félaginu til þess að laga bókhaldið. Þetta átti að fela frá UEFA. Á meðal þess sem var gert var að færa greiðslur til leikmanna fyrir ímyndunarrétt til annars fyrirtækis. Munaði mikið um það.Keyptu Kaupþing í Lúxemborg Man. City réð feðgana David og Jonathan Rowland til þess að byggja „kastala lyganna“ eins og það er kallað í greininni. Þeir feðgar keyptu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg og stofnuðu Banque Havilland í kjölfarið. Sá banki var með sterkar tengingar í Lúxemborg, Liechtenstein, Bahamas og Sviss. Góðir staður til þess að fela peninga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Með þessari aðferð var líka hægt að fela þá peninga sem eigendur Man. City voru að dæla í félagið og þeir vildu ekki að UEFA vissi af. Það átti ekki að láta nýju fjármálareglurnar stöðva sig. Brotaviljinn var einbeittur.Greinina má lesa í heild sinni hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. Þegar nýju eigendurnir frá Abu Dhabi keyptu félagið árið 2008 var staðan á Man. City ekki góð. Liðið hafði ekki unnið deildina í 40 ár og var miðlungslið í besta falli.Peningum dælt í félagið Áætlun nýju eigendanna var einföld. Dæla endalausum peningum inn í félagið þar til það gat keppt við þá bestu. Á fyrstu tveimur árunum voru leikmenn keyptir fyrir meira en 300 milljónir evra. Fjármálareglur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða aftur á móti á um að félög mega ekki eyða umfram þær tekjur sem koma inn. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að félögum er meinað að taka þátt í Evrópukeppnum. Þær reglur áttu að taka gildi árið 2013. Miðað við stefnu City voru það ekki góð tíðindi fyrir félagið. Það átti nefnilega að eyða miklu meiri peningum og samkvæmt grein Der Spiegel í dag var 1,1 milljarði punda dælt í félagið á fyrstu fjórum árum nýju eigendanna.Hvernig getum við svindlað? Það var því öllum ljóst að tekjurnar yrðu miklu minni en útgjöldin. Því urðu forráðamenn City að finna leiðir til þess að laga bókhaldið. Stjórnarformaður City, Ferran Soriano, boðaði til fundar hjá samtökum evrópskra knattspyrnuliða. Þar kom í ljós að margir studdu nýju fjármálareglurnar sem var Soriano ekki að skapi. Hann sagði líka að margir væru á móti þeim en þorðu ekki að segja það opinberlega. „Við verðum að berjast á móti þessu og þurfum að gera það á þann hátt að það sjáist ekki. Annars verður bent á okkur sem verstu óvini fótboltans,“ á Soriano að hafa sagt samkvæmt grein dagsins í Der Spiegel.Al-Mubarak með Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands.vísir/gettyÍ reykmettuðum bakherbergjum byrjuðu City-menn að leita að skapandi lausnum svo félagið gæti haldið áfram á sömu braut án þess að brjóta reglurnar á pappír. Úr varð að „Verkefnið Longbow“ var stofnað. Longbow er vopnið sem Englendingar notuðu eitt sinn í stríði gegn Frökkum og unnu. Óvinur City var Frakkinn Michel Platini sem þá var forseti UEFA. Megináherslan í þessu verkefni var að koma alls konar kostnaði frá félaginu til þess að laga bókhaldið. Þetta átti að fela frá UEFA. Á meðal þess sem var gert var að færa greiðslur til leikmanna fyrir ímyndunarrétt til annars fyrirtækis. Munaði mikið um það.Keyptu Kaupþing í Lúxemborg Man. City réð feðgana David og Jonathan Rowland til þess að byggja „kastala lyganna“ eins og það er kallað í greininni. Þeir feðgar keyptu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg og stofnuðu Banque Havilland í kjölfarið. Sá banki var með sterkar tengingar í Lúxemborg, Liechtenstein, Bahamas og Sviss. Góðir staður til þess að fela peninga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Með þessari aðferð var líka hægt að fela þá peninga sem eigendur Man. City voru að dæla í félagið og þeir vildu ekki að UEFA vissi af. Það átti ekki að láta nýju fjármálareglurnar stöðva sig. Brotaviljinn var einbeittur.Greinina má lesa í heild sinni hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23