Hjarta enska landsliðsins liggur í kringum Manchester og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2018 12:00 Fyndin liðsuppstilling enska landsliðsins fyrir leikinn á móti Panama. Vísir/Getty Enska þjóðin er löngu búin að gleyma tapinu vandræðalega á móti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Það sem gerir alla í Englandi enn spenntari fyrir árangri enska liðsins er að þarna er á ferðinni sannkallað framtíðarlið. Meðalaldur liðsins er í kringum 26 ár sem er með því lægsta í keppninni. Meðal þess sem menn hafa verið að skoða er hvar 23 leikmenn enska liðsins ólust upp. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 13 af 23 leikmönnum enska landsliðsins ólust nefnilega upp í kringum Manchester og Liverpool. Auk þeirra ólust tveir til viðbótar norður í Sunderland.Did you know more than half of the @England team's 23 players grew up within 50 miles of the centre of Manchester? https://t.co/zhzdT8Xrr6 — BBC News England (@BBCEngland) June 23, 2018 Meginhluti enska landsliðsins í dag, eða fimmtán manns, eru því frá Norður-Englandi. Norður-kjarni enska landsliðsins hefur verið að stækka hægt og bítandi í undanförum heimsmeistarakeppnum. Tíu leikmenn voru þaðan í HM-hópnum 2014 en aðeins sex í HM-hópnum 2010.Kortið sem BBC tók saman.Skjámynd/BBCLeikmennirnir fimmtán sem eru frá svæðinu í kringum Manchester og Liverpool eru eftirtaldir. Marcus Rashford og Danny Welbeck eru frá Manchester og Trent Alexander-Arnold er frá Liverpool. Kyle Walker, Jamie Vardy og Harry Maguire eru allir frá Sheffield. Danny Rose er frá Doncaster, John Stones er frá Barnsley og Fabian Delph er frá Bradford. Jesse Lingard er frá Warrington og Phil Jones er frá Clayton-le-Woods. Jordan Henderson og Jordan Pickford eru síðan frá Sunderland sem er reyndar mun norðar. Þrír leikmenn enska liðsins í dag eru annars frá höfuðborginni London. Það eru þeir Harry Kane, Ruben Loftus-Cheek og Raheem Sterling. Tveir aðrir ólust upp nálægt London en það eru Dele Alli sem er frá Milton Keynes og Ashley Young sem er frá Stevenage. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Enska þjóðin er löngu búin að gleyma tapinu vandræðalega á móti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Það sem gerir alla í Englandi enn spenntari fyrir árangri enska liðsins er að þarna er á ferðinni sannkallað framtíðarlið. Meðalaldur liðsins er í kringum 26 ár sem er með því lægsta í keppninni. Meðal þess sem menn hafa verið að skoða er hvar 23 leikmenn enska liðsins ólust upp. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 13 af 23 leikmönnum enska landsliðsins ólust nefnilega upp í kringum Manchester og Liverpool. Auk þeirra ólust tveir til viðbótar norður í Sunderland.Did you know more than half of the @England team's 23 players grew up within 50 miles of the centre of Manchester? https://t.co/zhzdT8Xrr6 — BBC News England (@BBCEngland) June 23, 2018 Meginhluti enska landsliðsins í dag, eða fimmtán manns, eru því frá Norður-Englandi. Norður-kjarni enska landsliðsins hefur verið að stækka hægt og bítandi í undanförum heimsmeistarakeppnum. Tíu leikmenn voru þaðan í HM-hópnum 2014 en aðeins sex í HM-hópnum 2010.Kortið sem BBC tók saman.Skjámynd/BBCLeikmennirnir fimmtán sem eru frá svæðinu í kringum Manchester og Liverpool eru eftirtaldir. Marcus Rashford og Danny Welbeck eru frá Manchester og Trent Alexander-Arnold er frá Liverpool. Kyle Walker, Jamie Vardy og Harry Maguire eru allir frá Sheffield. Danny Rose er frá Doncaster, John Stones er frá Barnsley og Fabian Delph er frá Bradford. Jesse Lingard er frá Warrington og Phil Jones er frá Clayton-le-Woods. Jordan Henderson og Jordan Pickford eru síðan frá Sunderland sem er reyndar mun norðar. Þrír leikmenn enska liðsins í dag eru annars frá höfuðborginni London. Það eru þeir Harry Kane, Ruben Loftus-Cheek og Raheem Sterling. Tveir aðrir ólust upp nálægt London en það eru Dele Alli sem er frá Milton Keynes og Ashley Young sem er frá Stevenage.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira