Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2018 21:45 Þjófafoss í síðustu viku. Hekla í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. Bæði lengist sá tími ársins sem þeir verða alveg vatnslausir og meðalrennsli yfir sumarið minnkar um þrjá fjórðu. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þjófafoss er við suðvesturrætur Búrfells en sagan segir að hann taki nafn sitt af því að þjófum hafi verið kastað í fossinn. Um fimm kílómetrum ofar í Þjórsá er fossinn Tröllkonuhlaup en nafni hans fylgir sú þjóðsaga að tröllkona í Búrfelli hafi kastað þar út klettum til að komast þurrum fótum yfir ána.Tröllkonuhlaup er austan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þótt Búrfellsvirkjun, sem formlega var gangsett árið 1970, hafi skert rennsli verulega um fossana héldu þeir áfram að hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, enda hefur umtalsvert vatnsmagn þá runnið á yfirfalli við Ísakot og niður farveg Þjórsár og þar með um fossana. Þetta hafa verið allt að 120 rúmmetrar á sekúndu, en að meðaltali 49 rúmmetrar á sekúndu á sumrin, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Stíflumannvirkin við Ísakot í síðustu viku. Héðan er meginhluta Þjórsár stýrt til Búrfellsvirkjunar um Bjarnalón til vinstri. Það vatn sem virkjunin nýtir ekki fer á yfirfallinu niður í farveg Þjórsár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mikla framhjárennsli reiknast í orku vera 420 gígavattsstundir og það á nú að beisla að stórum hluta í Búrfellsvirkjun tvö. Næstkomandi fimmtudag mun forseti Íslands leggja hornstein að virkjuninni og fjármálaráðherra gangsetja hana. En hvað verður þá um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup? Mun nýja stöðin þurrka þá endanlega upp? „Okkur er annt um það að þessir fossar fái að vera þar sem þeir eru. Það mun vissulega minnka rennsli í þeim,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar yfir framkvæmdunum við Búrfell 2.Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fossarnir hafa raunar í nærri hálfa öld verið að mestu vatnslausir frá byrjun septembermánaðar og fram í miðjan apríl en virkjunin hefur gleypt mestallt rennslið yfir vetrartímann. „Það hefur alltaf verið á vetrum nýtt alveg hundrað prósent,“ segir Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Landsvirkjun áætlar að með Búrfellsstöð tvö lengist það tímabil sem fossarnir verða vatnslausir um einn mánuð, eða fram í miðjan maí, en áfram verði vatn á þeim yfir sumarið, nema í mestu þurrkaárum.Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við eigum náttúrlega von á því að það verði vatn á því, svona meirihlutann af sumrinu, vegna þess að það er meira vatnsmagn á ferðinni heldur en við ráðum við,“ segir Georg. Meðalrennslið um fossana mun þó skerðast verulega, eða úr 49 rúmmetrum á sekúndu niður í ellefu rúmmetra á sekúndu á sumrin. -Þannig að menn munu áfram geta séð Tröllkonuhlaupið og Þjófafossinn? „Já, ég reikna með því að það verði áfram hægt að sjá það.“ -En þó ekki alveg jafn tilkomumikil og áður? „Það er eftir því á hvaða tímum við komum að því. En vissulega erum við nýta meginhlutann af vatnsmagninu til orkuvinnslu,“ svarar stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. Bæði lengist sá tími ársins sem þeir verða alveg vatnslausir og meðalrennsli yfir sumarið minnkar um þrjá fjórðu. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þjófafoss er við suðvesturrætur Búrfells en sagan segir að hann taki nafn sitt af því að þjófum hafi verið kastað í fossinn. Um fimm kílómetrum ofar í Þjórsá er fossinn Tröllkonuhlaup en nafni hans fylgir sú þjóðsaga að tröllkona í Búrfelli hafi kastað þar út klettum til að komast þurrum fótum yfir ána.Tröllkonuhlaup er austan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þótt Búrfellsvirkjun, sem formlega var gangsett árið 1970, hafi skert rennsli verulega um fossana héldu þeir áfram að hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, enda hefur umtalsvert vatnsmagn þá runnið á yfirfalli við Ísakot og niður farveg Þjórsár og þar með um fossana. Þetta hafa verið allt að 120 rúmmetrar á sekúndu, en að meðaltali 49 rúmmetrar á sekúndu á sumrin, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Stíflumannvirkin við Ísakot í síðustu viku. Héðan er meginhluta Þjórsár stýrt til Búrfellsvirkjunar um Bjarnalón til vinstri. Það vatn sem virkjunin nýtir ekki fer á yfirfallinu niður í farveg Þjórsár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mikla framhjárennsli reiknast í orku vera 420 gígavattsstundir og það á nú að beisla að stórum hluta í Búrfellsvirkjun tvö. Næstkomandi fimmtudag mun forseti Íslands leggja hornstein að virkjuninni og fjármálaráðherra gangsetja hana. En hvað verður þá um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup? Mun nýja stöðin þurrka þá endanlega upp? „Okkur er annt um það að þessir fossar fái að vera þar sem þeir eru. Það mun vissulega minnka rennsli í þeim,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar yfir framkvæmdunum við Búrfell 2.Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fossarnir hafa raunar í nærri hálfa öld verið að mestu vatnslausir frá byrjun septembermánaðar og fram í miðjan apríl en virkjunin hefur gleypt mestallt rennslið yfir vetrartímann. „Það hefur alltaf verið á vetrum nýtt alveg hundrað prósent,“ segir Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Landsvirkjun áætlar að með Búrfellsstöð tvö lengist það tímabil sem fossarnir verða vatnslausir um einn mánuð, eða fram í miðjan maí, en áfram verði vatn á þeim yfir sumarið, nema í mestu þurrkaárum.Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við eigum náttúrlega von á því að það verði vatn á því, svona meirihlutann af sumrinu, vegna þess að það er meira vatnsmagn á ferðinni heldur en við ráðum við,“ segir Georg. Meðalrennslið um fossana mun þó skerðast verulega, eða úr 49 rúmmetrum á sekúndu niður í ellefu rúmmetra á sekúndu á sumrin. -Þannig að menn munu áfram geta séð Tröllkonuhlaupið og Þjófafossinn? „Já, ég reikna með því að það verði áfram hægt að sjá það.“ -En þó ekki alveg jafn tilkomumikil og áður? „Það er eftir því á hvaða tímum við komum að því. En vissulega erum við nýta meginhlutann af vatnsmagninu til orkuvinnslu,“ svarar stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45
Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45