Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 16:51 Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Vísir/Getty Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. Fjölskyldumeðlimir hans fundu hann í íbúðinni í gærkvöldi en Glushkov var 68 ára gamall. Hann var náinn vinur auðjöfursins Boris Berezovsky, sem lenti í miklum deilum við Vladimir Putin og Roman Abramovic, eiganda Chelsea, og flúði til Bretlands þar sem hann dó við umdeildar aðstæður árið 2013.Samkvæmt frétt Guardian liggur dánarorsök Glushkov ekki fyrir.Vísir/GraphicNewsHann vann á árum áður fyrir Berezovsky og þegar sá síðarnefndi flúði til Bretlands vegna deilna sinna við Putin og Abramovic var Glushkov handtekinn og ákærður fyrir peningaþvætti og svik. Hann sat inni í fimm ár og fékk svo hæli í Bretlandi. Í fyrra var hann dæmdur í Rússlandi fyrir að hafa stolið 123 miljónum dala. Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Berezovsky kærði Abramovic fyrir að hafa svikið af sér fé og hélt því fram að þeir hefðu verið félagar í olíufyrirtækinu Sibneft. Glushkov bar vitni í málinu árið 2011 en dæmt var í vil Abramovic. Árið 2013 fannst Berezovsky látinn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar var hann sagður hafa hengt sig inn á baðherbergi. Vinir hans mótmæltu því þó og hefur Glushkov ávalt haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Til stuðnings máls síns nefndi Glushkov að Berezovsky hefði verið vinur Alexander Litvinenko, sem einnig dó við grunsamlegar kringumstæður í Bretlandi. „Ég trúi ekki að þetta hafi verið sjálfsmorð. Of margir Rússar í útlegð hafa dáið,“ sagði Glushkov. Hann skilur eftir sig tvö fullorðin börn og fyrrverandi eiginkonu í Moskvu. Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. Fjölskyldumeðlimir hans fundu hann í íbúðinni í gærkvöldi en Glushkov var 68 ára gamall. Hann var náinn vinur auðjöfursins Boris Berezovsky, sem lenti í miklum deilum við Vladimir Putin og Roman Abramovic, eiganda Chelsea, og flúði til Bretlands þar sem hann dó við umdeildar aðstæður árið 2013.Samkvæmt frétt Guardian liggur dánarorsök Glushkov ekki fyrir.Vísir/GraphicNewsHann vann á árum áður fyrir Berezovsky og þegar sá síðarnefndi flúði til Bretlands vegna deilna sinna við Putin og Abramovic var Glushkov handtekinn og ákærður fyrir peningaþvætti og svik. Hann sat inni í fimm ár og fékk svo hæli í Bretlandi. Í fyrra var hann dæmdur í Rússlandi fyrir að hafa stolið 123 miljónum dala. Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Berezovsky kærði Abramovic fyrir að hafa svikið af sér fé og hélt því fram að þeir hefðu verið félagar í olíufyrirtækinu Sibneft. Glushkov bar vitni í málinu árið 2011 en dæmt var í vil Abramovic. Árið 2013 fannst Berezovsky látinn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar var hann sagður hafa hengt sig inn á baðherbergi. Vinir hans mótmæltu því þó og hefur Glushkov ávalt haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Til stuðnings máls síns nefndi Glushkov að Berezovsky hefði verið vinur Alexander Litvinenko, sem einnig dó við grunsamlegar kringumstæður í Bretlandi. „Ég trúi ekki að þetta hafi verið sjálfsmorð. Of margir Rússar í útlegð hafa dáið,“ sagði Glushkov. Hann skilur eftir sig tvö fullorðin börn og fyrrverandi eiginkonu í Moskvu.
Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira