Carragher: Salah er ekki að spila illa Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 09:30 Mohamed Salah þarf að nýta færin. vísir/getty Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fór hreinlega á kostum á síðustu leiktíð en hann hefur ekki byrjað alveg jafnvel á nýju tímabili. Egyptinn er búinn að skora þrjú mörk í fyrstu sjö umferðunum en Sergio Agüero og Aleksandar Mitrovic, leikmaður Fulham, eru markahæstir með fimm mörk. Salah ætti þó í raun að vera búinn að skora meira en þeir félagarnir miðað við nýjustu tölfræðina í bransanum sem kallast xG eða Expected Goals. Þar er tekið mið af færunum sem leikmenn fá eða skapa sér. Salah ætti að vera búinn að skora 5,14 mörk á þessari leiktíð og er efstur í þeirri tölfræði fyrir ofan Sergio Agüero. Hann er í raun sá eini sem á að vera búinn að skora fleiri en fimm mörk eins furðulega og það hljómar. Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool og einn helsti sérfræðingur Sky Sports um ensku úrvalsdeildina, fór yfir byrjun leiktíðarinnar hjá Salah sem hann vonast til að sé ekki að stressa sig á þessu því byrjunin er ekkert alslæm. „Hann er ekki að spila frábærlega en hann er heldur ekki að spila illa. Það er gert aðeins of mikið úr hvernig hann er að spila. Salah hefur bara skorað einu marki minna en á síðustu leiktíð,“ segir Carragher. „Salah þarf ekki að skora yfir 40 mörk í vetur til að teljast ekki hafa átt slæma leiktíð. Ian Rush er besti markaskorari í sögu Liverpool. Hann skoraði 47 mörk eina leiktíðina en það gerði hann aldrei aftur. Hann skoraði 25-30 mörk á tímabili og ef Salah gerir það í ár telst það sem frábær leiktíð,“ segir Jamie Carragher. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fór hreinlega á kostum á síðustu leiktíð en hann hefur ekki byrjað alveg jafnvel á nýju tímabili. Egyptinn er búinn að skora þrjú mörk í fyrstu sjö umferðunum en Sergio Agüero og Aleksandar Mitrovic, leikmaður Fulham, eru markahæstir með fimm mörk. Salah ætti þó í raun að vera búinn að skora meira en þeir félagarnir miðað við nýjustu tölfræðina í bransanum sem kallast xG eða Expected Goals. Þar er tekið mið af færunum sem leikmenn fá eða skapa sér. Salah ætti að vera búinn að skora 5,14 mörk á þessari leiktíð og er efstur í þeirri tölfræði fyrir ofan Sergio Agüero. Hann er í raun sá eini sem á að vera búinn að skora fleiri en fimm mörk eins furðulega og það hljómar. Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool og einn helsti sérfræðingur Sky Sports um ensku úrvalsdeildina, fór yfir byrjun leiktíðarinnar hjá Salah sem hann vonast til að sé ekki að stressa sig á þessu því byrjunin er ekkert alslæm. „Hann er ekki að spila frábærlega en hann er heldur ekki að spila illa. Það er gert aðeins of mikið úr hvernig hann er að spila. Salah hefur bara skorað einu marki minna en á síðustu leiktíð,“ segir Carragher. „Salah þarf ekki að skora yfir 40 mörk í vetur til að teljast ekki hafa átt slæma leiktíð. Ian Rush er besti markaskorari í sögu Liverpool. Hann skoraði 47 mörk eina leiktíðina en það gerði hann aldrei aftur. Hann skoraði 25-30 mörk á tímabili og ef Salah gerir það í ár telst það sem frábær leiktíð,“ segir Jamie Carragher. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira