Deilt um afar undarlegt viðtal við Drew Barrymore sem hún segist ekki hafa veitt Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2018 08:32 Drew Barrymore. Vísir/Getty Eitt af undarlegri málum vikunnar er viðtal við bandarísku leikkonuna Drew Barrymore sem birtist í tímariti egypska flugfélagsins EgyptAir. Blaðamaður kom auga á viðtalið og birti skjáskot úr því á Twitter síðu sinni þar sem hann sagði viðtalið vera súrrealískt og vöknuðu upp spurningar hjá netverjum þess efnis hvort að Barrymore hefði látið ýmis ummæli sem þar eru að finna falla.This interview with Drew Barrymore in the Egypt Air in flight magazine is, umm, surreal. pic.twitter.com/fN3lNHXbL0— Adam Baron (@adammbaron) October 2, 2018 Talsmaður Barrymore fullyrðir að leikkonan hefði ekki veitt þetta viðtal og að þau væru í samskiptum við almanntengsladeild egypska flugfélagsins. Blaðamaðurinn sem ritar viðtalið Aida Tekla hefur varið viðtalið. Hún fullyrðir að hafa tekið viðtalið við Barrymore í New York en talsmenn Barrymore segja Tekla hafa byggt viðtalið á blaðamannafundi sem Barrymore sat. Í viðtalinu er að finna ummæli um Barrymore sem fóru fyrir brjóstið á mörgum. Þar er Barrymore sögð hafa yfirgefið sviðsljósið til að sinna mikilvægasta hlutverki lífs síns, móðurhlutverkinu, og að hún ætli sér ekki að snúa aftur í leiklist fyrr en hún veit að dætur hennar geta séð um sig sjálfar. Mörgum fannst blaðamaðurinn einnig lýsa Barrymore á niðrandi hátt þegar kom að því að segja frá ástarlífi hennar. Þar er hún sögð hafa átt í misheppnuðum ástarsamböndum og hjónaböndum. Er því haldið fram í viðtalinu að Barrymore hafi átt í sautján misheppnuðum samböndum því hana skorti karlfyrirmynd í líf sitt eftir að foreldrar hennar skildu þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Allar götur síðan hefur hún sótt í athygli og umönnun karla, en því miður fara hlutirnir ekki alltaf eins og ætlast var til og hún hefur því ekki enn náð að halda í maka af ýmsum ástæðum.“ EgyptAir hefur varið viðtalið á Twitter og sagt það ritað af fyrrverandi formanni sambands erlendra fjölmiðlamanna í Hollywood, Dr. Aida Tekla.Dear sir, this a professional magazine interview conducted by Dr. Aida Tekla Former president of the HFPA (Hollywood Foreign Press Association) and one of the voting members of the Golden Globes.— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) October 3, 2018 Aida sjálf hefur varið viðtalið, segist hafa tekið það og það sé fjarri því að vera uppspuni.This doesn't negate the fact that the interview with Drew Barrimoor which took place in New York is genuine &far from fake.As far as Drew we interviewed her several times I saw her grow up before my eyes she is charming and talented.@EGYPTAIR— Aida (@Aidatakla1) October 3, 2018 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Eitt af undarlegri málum vikunnar er viðtal við bandarísku leikkonuna Drew Barrymore sem birtist í tímariti egypska flugfélagsins EgyptAir. Blaðamaður kom auga á viðtalið og birti skjáskot úr því á Twitter síðu sinni þar sem hann sagði viðtalið vera súrrealískt og vöknuðu upp spurningar hjá netverjum þess efnis hvort að Barrymore hefði látið ýmis ummæli sem þar eru að finna falla.This interview with Drew Barrymore in the Egypt Air in flight magazine is, umm, surreal. pic.twitter.com/fN3lNHXbL0— Adam Baron (@adammbaron) October 2, 2018 Talsmaður Barrymore fullyrðir að leikkonan hefði ekki veitt þetta viðtal og að þau væru í samskiptum við almanntengsladeild egypska flugfélagsins. Blaðamaðurinn sem ritar viðtalið Aida Tekla hefur varið viðtalið. Hún fullyrðir að hafa tekið viðtalið við Barrymore í New York en talsmenn Barrymore segja Tekla hafa byggt viðtalið á blaðamannafundi sem Barrymore sat. Í viðtalinu er að finna ummæli um Barrymore sem fóru fyrir brjóstið á mörgum. Þar er Barrymore sögð hafa yfirgefið sviðsljósið til að sinna mikilvægasta hlutverki lífs síns, móðurhlutverkinu, og að hún ætli sér ekki að snúa aftur í leiklist fyrr en hún veit að dætur hennar geta séð um sig sjálfar. Mörgum fannst blaðamaðurinn einnig lýsa Barrymore á niðrandi hátt þegar kom að því að segja frá ástarlífi hennar. Þar er hún sögð hafa átt í misheppnuðum ástarsamböndum og hjónaböndum. Er því haldið fram í viðtalinu að Barrymore hafi átt í sautján misheppnuðum samböndum því hana skorti karlfyrirmynd í líf sitt eftir að foreldrar hennar skildu þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Allar götur síðan hefur hún sótt í athygli og umönnun karla, en því miður fara hlutirnir ekki alltaf eins og ætlast var til og hún hefur því ekki enn náð að halda í maka af ýmsum ástæðum.“ EgyptAir hefur varið viðtalið á Twitter og sagt það ritað af fyrrverandi formanni sambands erlendra fjölmiðlamanna í Hollywood, Dr. Aida Tekla.Dear sir, this a professional magazine interview conducted by Dr. Aida Tekla Former president of the HFPA (Hollywood Foreign Press Association) and one of the voting members of the Golden Globes.— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) October 3, 2018 Aida sjálf hefur varið viðtalið, segist hafa tekið það og það sé fjarri því að vera uppspuni.This doesn't negate the fact that the interview with Drew Barrimoor which took place in New York is genuine &far from fake.As far as Drew we interviewed her several times I saw her grow up before my eyes she is charming and talented.@EGYPTAIR— Aida (@Aidatakla1) October 3, 2018
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira