Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2018 14:38 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu Halldóru til fjölmiðla þar sem fram kemur að hún hafi ákveðið þetta við lestur Stundarinnar í nótt. Fundurinn fari fram mánudaginn 30. apríl.Stundin fjallar í dag um ásakanir á hendur Braga sem sakaður er um að hafa haft óeðlileg afskipti af störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna vorkunnar eða kunningsskapar. Þar kemur fram að Ásmundur Einar hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga af barnaverndarmáli Hafnarfirði og þrýsting sem Bragi er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann þegar ríkistjórnin ákvað þann 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Halldóra spurði Ásmund út í málið á Alþingi þann 26. febrúar og sagði Ásmundur meðal annars: „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafa ekki brotið af sér með neinum hætti.“ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ segir Halldóra í tilkynningu. Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu Halldóru til fjölmiðla þar sem fram kemur að hún hafi ákveðið þetta við lestur Stundarinnar í nótt. Fundurinn fari fram mánudaginn 30. apríl.Stundin fjallar í dag um ásakanir á hendur Braga sem sakaður er um að hafa haft óeðlileg afskipti af störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna vorkunnar eða kunningsskapar. Þar kemur fram að Ásmundur Einar hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga af barnaverndarmáli Hafnarfirði og þrýsting sem Bragi er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann þegar ríkistjórnin ákvað þann 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Halldóra spurði Ásmund út í málið á Alþingi þann 26. febrúar og sagði Ásmundur meðal annars: „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafa ekki brotið af sér með neinum hætti.“ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ segir Halldóra í tilkynningu.
Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08