Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2018 14:38 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu Halldóru til fjölmiðla þar sem fram kemur að hún hafi ákveðið þetta við lestur Stundarinnar í nótt. Fundurinn fari fram mánudaginn 30. apríl.Stundin fjallar í dag um ásakanir á hendur Braga sem sakaður er um að hafa haft óeðlileg afskipti af störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna vorkunnar eða kunningsskapar. Þar kemur fram að Ásmundur Einar hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga af barnaverndarmáli Hafnarfirði og þrýsting sem Bragi er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann þegar ríkistjórnin ákvað þann 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Halldóra spurði Ásmund út í málið á Alþingi þann 26. febrúar og sagði Ásmundur meðal annars: „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafa ekki brotið af sér með neinum hætti.“ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ segir Halldóra í tilkynningu. Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu Halldóru til fjölmiðla þar sem fram kemur að hún hafi ákveðið þetta við lestur Stundarinnar í nótt. Fundurinn fari fram mánudaginn 30. apríl.Stundin fjallar í dag um ásakanir á hendur Braga sem sakaður er um að hafa haft óeðlileg afskipti af störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna vorkunnar eða kunningsskapar. Þar kemur fram að Ásmundur Einar hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga af barnaverndarmáli Hafnarfirði og þrýsting sem Bragi er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann þegar ríkistjórnin ákvað þann 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Halldóra spurði Ásmund út í málið á Alþingi þann 26. febrúar og sagði Ásmundur meðal annars: „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafa ekki brotið af sér með neinum hætti.“ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ segir Halldóra í tilkynningu.
Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08