Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 19:45 Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. Tilnefning Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið gagnrýnd en það er niðurstaða athugunar ráðuneytisins að Bragi hafi ekki brotið af sér. Sjálfur hyggst Bragi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Bragi hefur meðal annars verið sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum og óskuðu barnaverndanefndir nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir því á síðasta ári að ráðuneytið myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Athugun var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári en ráðuneytið birti niðurstöðurnar í dag. Þær voru kynntar Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði með bréfi dagsettu síðastliðinn föstudag. Að lokinni nánari athugun ráðuneytisins er það mat ráðuneytisins að því er fram kemur í bréfinu að þörf sé á aðgerðum til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Þá verði utanaðkomandi aðila falið að miðla málum og settur verður á fót hópur fagaðila sem verður falið að móta skýrara verklag um samskipti milli stofnanna. Ljóst sé að ráðast þurfi í talsverðar breytingar en unnið er að frumvarpi til breytinga á barnaverndarlögum í velferðarráðuneytinu. Félagsmálaráðherra var inntur eftir svörum um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Niðurstöðurnar eru þær að Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti. Hins vegar eru mörg álitamál sem þarf að fara ofan í og menn eru sammála um,” sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á Alþingi í dag. Ekki náðist samband við Ásmund Einar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Þá kvaðst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við fréttastofu, ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. Tilnefning Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið gagnrýnd en það er niðurstaða athugunar ráðuneytisins að Bragi hafi ekki brotið af sér. Sjálfur hyggst Bragi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Bragi hefur meðal annars verið sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum og óskuðu barnaverndanefndir nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir því á síðasta ári að ráðuneytið myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Athugun var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári en ráðuneytið birti niðurstöðurnar í dag. Þær voru kynntar Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði með bréfi dagsettu síðastliðinn föstudag. Að lokinni nánari athugun ráðuneytisins er það mat ráðuneytisins að því er fram kemur í bréfinu að þörf sé á aðgerðum til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Þá verði utanaðkomandi aðila falið að miðla málum og settur verður á fót hópur fagaðila sem verður falið að móta skýrara verklag um samskipti milli stofnanna. Ljóst sé að ráðast þurfi í talsverðar breytingar en unnið er að frumvarpi til breytinga á barnaverndarlögum í velferðarráðuneytinu. Félagsmálaráðherra var inntur eftir svörum um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Niðurstöðurnar eru þær að Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti. Hins vegar eru mörg álitamál sem þarf að fara ofan í og menn eru sammála um,” sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á Alþingi í dag. Ekki náðist samband við Ásmund Einar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Þá kvaðst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við fréttastofu, ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.
Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20
Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Ráðherra spurður út í Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á Alþingi í dag. 26. febrúar 2018 17:12
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42