Segir betri tök á innflytjendamálum lykilinn í baráttunni gegn popúlisma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 18:45 Hillary Clinton telur að rekja megi upprisu popúlista í Evrópu og Bandaríkjunum til umræðu um innflytjendur. Getty/Scott Olson Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn. Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn.
Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00