Viðar heiðraður fyrir frækið björgunarstarf Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2018 16:30 Frá fundi Viðars og Tusha árið 2013. Læknirinn Viðar Magnússon var í dag heiðraður, ásamt þremur fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, fyrir að bjarga lífi Thusha Kamaleswaran þegar hún varð fyrir skoti árið 2011. Viðar var einn af þeim sem voru fyrstir á vettvang og bjargaði hann lífi hennar með því að framkvæma viðkvæma skurðaðgerð á staðnum. Tusha var fimm ára og var hún að leika sér í verslun frænda síns í London þegar þrír menn hlupu þangað inn á flótta undan öðrum mönnum. Mennirnir fyrir utan skutu á verslunina og lenti eitt skotið í brjóstholi Tusha. Hún er yngsta fórnarlamb skotárásar í Bretlandi og fékk árásin mikla athygli í fjölmiðlum ytra. Í samtali við Vísi segir Viðar að tveir sjúkraflutningamenn hafi mætt á vettvang og kallað á hann og bráðatækni sem voru í sjúkraþyrlu London. Þeir þó verið í nágrenninu. Í ljós kom að kúlan hafði gert gat á lunga Tusha og loft hafi flætt inn í brjósthol hennar og myndað þar mikinn þrýsting. „Hún var hætt að geta talað og var að gefast upp. Við töldum að hún myndi ekki þrauka keyrsluna á sjúkrahúsið og ætluðum að svæfa hana þegar hún fór í hjartastopp, vegna þrýstingsins frá gatinu á lunga hennar,“ segir Viðar.Viðar var í spjalli í Reykjavík Síðdegis í dag.Þá framkvæmdi Viðar aðgerða á henni og opnaði lítið gat á milli rifbeina hennar sem hleypti loftinu út og létti á þrýstingnum. Við það fékk Tusha púls aftur og var hún svæfð, sett í öndunarvél og flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir aðgerð. Viðar segir einnig að þegar Tusha var vakin, þremur vikum seinna, hafi komið í ljós að brot úr byssukúlunni sem hæfði hana hefði slitið æð sem nærði hluta mænu hennar. Því sé hún lömuð. Tusha hefur þó sýnt fram á að hún geti hreyft fæturna og segir Viðar að ekki sé öll von úti enn. Tilefni þess að Viðar var heiðraður fyrir björgunina er að National Health Service, eða heilbrigðisþjónusta Bretlands, er 70 ára á þessu ári. Miðlarnir Mirror og ITV efndu til verðlaunahátíðar fyrir hetjudáðir starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar.Hér má sjá myndband frá endurfundi Viðars og Tusha frá árinu 2013.Viðar segir áhugavert að hafa fengið að taka þátt í verðlaunaathöfninni þar sem fáir einstaklingar hafi verið heiðraðir. Alls voru veitt verðlaun í tólf flokkum. Fjölmargar tilnefningar bárust og voru sigurvegararnir valdir af dómnefnd og kosningu. „En í raun og veru kem ég þarna inn sem fulltrúi þessarar ótrúlegu þjónustu sem ég vann fyrir á þessum tíma. Sjúkraþyrlan í London er heimsfræg fyrir það sem þeir hafa náð að gera og þessa þjónustu sem þeir veita,“ segir Viðar. Verðlaunaafhendingunni verður svo sjónvarpað af ITV næsta mánudag. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Læknirinn Viðar Magnússon var í dag heiðraður, ásamt þremur fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, fyrir að bjarga lífi Thusha Kamaleswaran þegar hún varð fyrir skoti árið 2011. Viðar var einn af þeim sem voru fyrstir á vettvang og bjargaði hann lífi hennar með því að framkvæma viðkvæma skurðaðgerð á staðnum. Tusha var fimm ára og var hún að leika sér í verslun frænda síns í London þegar þrír menn hlupu þangað inn á flótta undan öðrum mönnum. Mennirnir fyrir utan skutu á verslunina og lenti eitt skotið í brjóstholi Tusha. Hún er yngsta fórnarlamb skotárásar í Bretlandi og fékk árásin mikla athygli í fjölmiðlum ytra. Í samtali við Vísi segir Viðar að tveir sjúkraflutningamenn hafi mætt á vettvang og kallað á hann og bráðatækni sem voru í sjúkraþyrlu London. Þeir þó verið í nágrenninu. Í ljós kom að kúlan hafði gert gat á lunga Tusha og loft hafi flætt inn í brjósthol hennar og myndað þar mikinn þrýsting. „Hún var hætt að geta talað og var að gefast upp. Við töldum að hún myndi ekki þrauka keyrsluna á sjúkrahúsið og ætluðum að svæfa hana þegar hún fór í hjartastopp, vegna þrýstingsins frá gatinu á lunga hennar,“ segir Viðar.Viðar var í spjalli í Reykjavík Síðdegis í dag.Þá framkvæmdi Viðar aðgerða á henni og opnaði lítið gat á milli rifbeina hennar sem hleypti loftinu út og létti á þrýstingnum. Við það fékk Tusha púls aftur og var hún svæfð, sett í öndunarvél og flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir aðgerð. Viðar segir einnig að þegar Tusha var vakin, þremur vikum seinna, hafi komið í ljós að brot úr byssukúlunni sem hæfði hana hefði slitið æð sem nærði hluta mænu hennar. Því sé hún lömuð. Tusha hefur þó sýnt fram á að hún geti hreyft fæturna og segir Viðar að ekki sé öll von úti enn. Tilefni þess að Viðar var heiðraður fyrir björgunina er að National Health Service, eða heilbrigðisþjónusta Bretlands, er 70 ára á þessu ári. Miðlarnir Mirror og ITV efndu til verðlaunahátíðar fyrir hetjudáðir starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar.Hér má sjá myndband frá endurfundi Viðars og Tusha frá árinu 2013.Viðar segir áhugavert að hafa fengið að taka þátt í verðlaunaathöfninni þar sem fáir einstaklingar hafi verið heiðraðir. Alls voru veitt verðlaun í tólf flokkum. Fjölmargar tilnefningar bárust og voru sigurvegararnir valdir af dómnefnd og kosningu. „En í raun og veru kem ég þarna inn sem fulltrúi þessarar ótrúlegu þjónustu sem ég vann fyrir á þessum tíma. Sjúkraþyrlan í London er heimsfræg fyrir það sem þeir hafa náð að gera og þessa þjónustu sem þeir veita,“ segir Viðar. Verðlaunaafhendingunni verður svo sjónvarpað af ITV næsta mánudag.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira