Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 16:24 Haley sagði tvískinnung ríkja innan Sameinuðu þjóðanna gagnvart ofbeldi fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/AFP Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hafnar því að flutningur bandaríska sendiráðsins í Ísrael til Jerúsalem hafi valdið blóðugum átökum á milli Ísraelshers og palestínskra mótmælenda í gær. Hún kennir Hamas-samtökunum alfarið um ofbeldið. Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn eru látnir eftir að ísraelskir hermenn skutu á mótmælendur við landamæragirðingu á Gasasvæðinu í gær. Mótmælin voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til borgarinnar. Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag fullyrti Haley að tvískinnungur væri innan stofnunarinnar. Ísraelum væri kennt um ofbeldi sem Hamas-samtökin og Íranir ýttu undir, að því er segir í frétt Politico. „Munum það að Hama-hryðjuverkasamtökin hafa hvatt til ofbeldis í áraraðir, löngu áður en Bandaríkin ákváðu að færa sendiráðið okkar,“ sagði Haley sem staðhæfði að leiðtogar Hamas væru ánægðir með atburði gærdagsins. Hún benti á að mótmælendurnir hefðu meðal annars bundið bensínsprengjur við flugdreka og fullyrti að Hamas hefði hvatt þá til þess að sækja að landamæragirðingunni. Sagði Haley efast um að sum ríkin í öryggisráðinu hefðu sýnt eins mikla „stillingu“ við slík mótmæli á eigin landamærum. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að Haley hafi gengið út af fundi öryggisráðsins þegar fulltrúi Palestínumanna ávarpaði það. Fyrr í dag komu fulltrúar Bandaríkjanna í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti yfirlýsingu þar sem ofbeldið á Gasaströndinni hefði verið harmað og sjálfstæðrar rannsóknar krafist. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ákvörðunina um að færa sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagðist gegn því í desember og hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess að Bandaríkin endurskoðuðu ákvörðun sína. Óttuðust margir að flutningur sendiráðsins kæmi til með að valda óróleika á svæðinu. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hafnar því að flutningur bandaríska sendiráðsins í Ísrael til Jerúsalem hafi valdið blóðugum átökum á milli Ísraelshers og palestínskra mótmælenda í gær. Hún kennir Hamas-samtökunum alfarið um ofbeldið. Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn eru látnir eftir að ísraelskir hermenn skutu á mótmælendur við landamæragirðingu á Gasasvæðinu í gær. Mótmælin voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til borgarinnar. Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag fullyrti Haley að tvískinnungur væri innan stofnunarinnar. Ísraelum væri kennt um ofbeldi sem Hamas-samtökin og Íranir ýttu undir, að því er segir í frétt Politico. „Munum það að Hama-hryðjuverkasamtökin hafa hvatt til ofbeldis í áraraðir, löngu áður en Bandaríkin ákváðu að færa sendiráðið okkar,“ sagði Haley sem staðhæfði að leiðtogar Hamas væru ánægðir með atburði gærdagsins. Hún benti á að mótmælendurnir hefðu meðal annars bundið bensínsprengjur við flugdreka og fullyrti að Hamas hefði hvatt þá til þess að sækja að landamæragirðingunni. Sagði Haley efast um að sum ríkin í öryggisráðinu hefðu sýnt eins mikla „stillingu“ við slík mótmæli á eigin landamærum. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að Haley hafi gengið út af fundi öryggisráðsins þegar fulltrúi Palestínumanna ávarpaði það. Fyrr í dag komu fulltrúar Bandaríkjanna í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti yfirlýsingu þar sem ofbeldið á Gasaströndinni hefði verið harmað og sjálfstæðrar rannsóknar krafist. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ákvörðunina um að færa sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagðist gegn því í desember og hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess að Bandaríkin endurskoðuðu ákvörðun sína. Óttuðust margir að flutningur sendiráðsins kæmi til með að valda óróleika á svæðinu.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33