Ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2018 21:30 Karl Gunnarsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00