Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 18:52 Varnarmálaráðuneytið í Moskvu. Vísir/Getty Mennirnir tveir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa reynt að ráða rússneskan fyrrverandi njósnari af dögum í mars hafa bein tengsl við rússneska varnarmálaráðuneytið. Þetta kemur fram í gögnum um mennina sem rannsóknarblaðamenn grófu upp. Vefsíðurnar Bellingcat, sem hefur rannsakað átökin í Sýrlandi, og The Insider, vefsíða rússneskra rannsóknarblaðamanna, birtu skjöl sem varða mennina tvo og ferð þeirra til Salisbury á Englandi. Þar eru þeir sakaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Júlíu. Bresk stjórnvöld segja þá starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. Á meðal gagna sem vörðuðu vegabréfsupplýsingar annars þeirra var símanúmer. Þegar breska blaðið The Observer hringdi í númerið var svarað á skiptiborði í varnarmálaráðuneyti Rússlands. Það vildi ekki ræða við blaðamenn eða veita neinar upplýsingar. Skjölin grafa einnig undan fullyrðingum mannanna í sjónvarpsviðtali í vikunni um að þeir hafi skipulagt ferðina til Englands fyrir löngu. Í þeim kemur fram að þeir hafi bókað flug með rússneska félaginu Aeroflot á síðustu stundu. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipun um tilræðið gegn Skrípal. Scotland Yard telur að nöfn mannanna tveggja sem bresk stjórnvöld hafa birt séu dulnefni. Rússneska ríkisstjórnin reyni að hylma yfir hverjir þeir eru raunverulega. Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Mennirnir tveir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa reynt að ráða rússneskan fyrrverandi njósnari af dögum í mars hafa bein tengsl við rússneska varnarmálaráðuneytið. Þetta kemur fram í gögnum um mennina sem rannsóknarblaðamenn grófu upp. Vefsíðurnar Bellingcat, sem hefur rannsakað átökin í Sýrlandi, og The Insider, vefsíða rússneskra rannsóknarblaðamanna, birtu skjöl sem varða mennina tvo og ferð þeirra til Salisbury á Englandi. Þar eru þeir sakaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Júlíu. Bresk stjórnvöld segja þá starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. Á meðal gagna sem vörðuðu vegabréfsupplýsingar annars þeirra var símanúmer. Þegar breska blaðið The Observer hringdi í númerið var svarað á skiptiborði í varnarmálaráðuneyti Rússlands. Það vildi ekki ræða við blaðamenn eða veita neinar upplýsingar. Skjölin grafa einnig undan fullyrðingum mannanna í sjónvarpsviðtali í vikunni um að þeir hafi skipulagt ferðina til Englands fyrir löngu. Í þeim kemur fram að þeir hafi bókað flug með rússneska félaginu Aeroflot á síðustu stundu. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipun um tilræðið gegn Skrípal. Scotland Yard telur að nöfn mannanna tveggja sem bresk stjórnvöld hafa birt séu dulnefni. Rússneska ríkisstjórnin reyni að hylma yfir hverjir þeir eru raunverulega.
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35