Neyðaraðstoðinni við Grikkland lokið Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 11:59 Kreppan hefur gengið nærri Grikkjum. Búist er við því að það muni taka þá áratugi að greiða upp neyðarlánin sem þeir fengu. Vísir/EPA Síðasta hluta neyðarlánaáætlunar Grikkja lauk í dag en björgunarpakkinn sem Evruríkin veittu Grikkjum var sá stærsti í sögunni. Búist er við því að það muni taka Grikki áratugi að greiða upp lánin og hagkerfi landsins er enn fjórðungi smærra en það var fyrir fjármálaáfallið. Síðasti hluti björgunarpakkans nam tæpum 62 milljörðum evra yfir þriggja ára tímabil. Í heild fengu Grikkir lánaða um 289 milljarða evra. Eftir að síðasta hluta lánaáætlunarinnar lauka geta Grikkir nú fengið lánað á markaðsvöxtum í fyrsta skipti í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Óvinsælar niðurskurðaraðgerðir halda þó enn áfram en þær voru eitt skilyrða björgunarpakkans. Þrátt fyrir hægan efnahagsbata er gríska hagkerfið enn 25% smærra en fyrir kreppuna. Aðeins hagkerfi Jemen, Líbíu, Venesúela og Miðbaugs-Gíneu hafa skroppið meira saman síðasta áratuginn. „Frá og með deginum í dag verður komið fram við Grikki eins og hvert annað Evrópusambandsland,“ sagði Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálastjóri Evrópusambandsins í tilefni dagsins. Um tíma virtist sem að efnahagshrunið í Grikklandi gæti ógnað tilvist evrusvæðisins. Gengi hennar féll í lægstu lægðir og í kjölfarið lögðust Evruríkin á eitt um að bjarga efnahagi Grikkja með röð neyðarlána árið 2010. Tilgangurinn var að endurfjármagna bankakerfið og standa straum af endurskipulagningu hagkerfisins. Þegar ástandið í Grikklandi var sem verst nam atvinnuleysi um 28%. Nú er það rétt undir 20%. Talið er að um 300.000 Grikkir hafi róið á önnur mið erlendis frá því að kreppan skall á. Skuldir ríkisins nema enn um 180% af þjóðarframleiðslu. Grikkland Líbía Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Síðasta hluta neyðarlánaáætlunar Grikkja lauk í dag en björgunarpakkinn sem Evruríkin veittu Grikkjum var sá stærsti í sögunni. Búist er við því að það muni taka Grikki áratugi að greiða upp lánin og hagkerfi landsins er enn fjórðungi smærra en það var fyrir fjármálaáfallið. Síðasti hluti björgunarpakkans nam tæpum 62 milljörðum evra yfir þriggja ára tímabil. Í heild fengu Grikkir lánaða um 289 milljarða evra. Eftir að síðasta hluta lánaáætlunarinnar lauka geta Grikkir nú fengið lánað á markaðsvöxtum í fyrsta skipti í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Óvinsælar niðurskurðaraðgerðir halda þó enn áfram en þær voru eitt skilyrða björgunarpakkans. Þrátt fyrir hægan efnahagsbata er gríska hagkerfið enn 25% smærra en fyrir kreppuna. Aðeins hagkerfi Jemen, Líbíu, Venesúela og Miðbaugs-Gíneu hafa skroppið meira saman síðasta áratuginn. „Frá og með deginum í dag verður komið fram við Grikki eins og hvert annað Evrópusambandsland,“ sagði Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálastjóri Evrópusambandsins í tilefni dagsins. Um tíma virtist sem að efnahagshrunið í Grikklandi gæti ógnað tilvist evrusvæðisins. Gengi hennar féll í lægstu lægðir og í kjölfarið lögðust Evruríkin á eitt um að bjarga efnahagi Grikkja með röð neyðarlána árið 2010. Tilgangurinn var að endurfjármagna bankakerfið og standa straum af endurskipulagningu hagkerfisins. Þegar ástandið í Grikklandi var sem verst nam atvinnuleysi um 28%. Nú er það rétt undir 20%. Talið er að um 300.000 Grikkir hafi róið á önnur mið erlendis frá því að kreppan skall á. Skuldir ríkisins nema enn um 180% af þjóðarframleiðslu.
Grikkland Líbía Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira