Neyðaraðstoðinni við Grikkland lokið Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 11:59 Kreppan hefur gengið nærri Grikkjum. Búist er við því að það muni taka þá áratugi að greiða upp neyðarlánin sem þeir fengu. Vísir/EPA Síðasta hluta neyðarlánaáætlunar Grikkja lauk í dag en björgunarpakkinn sem Evruríkin veittu Grikkjum var sá stærsti í sögunni. Búist er við því að það muni taka Grikki áratugi að greiða upp lánin og hagkerfi landsins er enn fjórðungi smærra en það var fyrir fjármálaáfallið. Síðasti hluti björgunarpakkans nam tæpum 62 milljörðum evra yfir þriggja ára tímabil. Í heild fengu Grikkir lánaða um 289 milljarða evra. Eftir að síðasta hluta lánaáætlunarinnar lauka geta Grikkir nú fengið lánað á markaðsvöxtum í fyrsta skipti í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Óvinsælar niðurskurðaraðgerðir halda þó enn áfram en þær voru eitt skilyrða björgunarpakkans. Þrátt fyrir hægan efnahagsbata er gríska hagkerfið enn 25% smærra en fyrir kreppuna. Aðeins hagkerfi Jemen, Líbíu, Venesúela og Miðbaugs-Gíneu hafa skroppið meira saman síðasta áratuginn. „Frá og með deginum í dag verður komið fram við Grikki eins og hvert annað Evrópusambandsland,“ sagði Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálastjóri Evrópusambandsins í tilefni dagsins. Um tíma virtist sem að efnahagshrunið í Grikklandi gæti ógnað tilvist evrusvæðisins. Gengi hennar féll í lægstu lægðir og í kjölfarið lögðust Evruríkin á eitt um að bjarga efnahagi Grikkja með röð neyðarlána árið 2010. Tilgangurinn var að endurfjármagna bankakerfið og standa straum af endurskipulagningu hagkerfisins. Þegar ástandið í Grikklandi var sem verst nam atvinnuleysi um 28%. Nú er það rétt undir 20%. Talið er að um 300.000 Grikkir hafi róið á önnur mið erlendis frá því að kreppan skall á. Skuldir ríkisins nema enn um 180% af þjóðarframleiðslu. Grikkland Líbía Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Síðasta hluta neyðarlánaáætlunar Grikkja lauk í dag en björgunarpakkinn sem Evruríkin veittu Grikkjum var sá stærsti í sögunni. Búist er við því að það muni taka Grikki áratugi að greiða upp lánin og hagkerfi landsins er enn fjórðungi smærra en það var fyrir fjármálaáfallið. Síðasti hluti björgunarpakkans nam tæpum 62 milljörðum evra yfir þriggja ára tímabil. Í heild fengu Grikkir lánaða um 289 milljarða evra. Eftir að síðasta hluta lánaáætlunarinnar lauka geta Grikkir nú fengið lánað á markaðsvöxtum í fyrsta skipti í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Óvinsælar niðurskurðaraðgerðir halda þó enn áfram en þær voru eitt skilyrða björgunarpakkans. Þrátt fyrir hægan efnahagsbata er gríska hagkerfið enn 25% smærra en fyrir kreppuna. Aðeins hagkerfi Jemen, Líbíu, Venesúela og Miðbaugs-Gíneu hafa skroppið meira saman síðasta áratuginn. „Frá og með deginum í dag verður komið fram við Grikki eins og hvert annað Evrópusambandsland,“ sagði Pierre Moscovici, efnahags- og fjármálastjóri Evrópusambandsins í tilefni dagsins. Um tíma virtist sem að efnahagshrunið í Grikklandi gæti ógnað tilvist evrusvæðisins. Gengi hennar féll í lægstu lægðir og í kjölfarið lögðust Evruríkin á eitt um að bjarga efnahagi Grikkja með röð neyðarlána árið 2010. Tilgangurinn var að endurfjármagna bankakerfið og standa straum af endurskipulagningu hagkerfisins. Þegar ástandið í Grikklandi var sem verst nam atvinnuleysi um 28%. Nú er það rétt undir 20%. Talið er að um 300.000 Grikkir hafi róið á önnur mið erlendis frá því að kreppan skall á. Skuldir ríkisins nema enn um 180% af þjóðarframleiðslu.
Grikkland Líbía Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira