Enska landsliðið þarf gott HM til að losna loksins undan fjötrum Íslandsleiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 13:00 Harry Kane í leiknum á móti Íslandi á EM 2016. Hér tekur Gylfi Þór Sigurðsson vel á honum. Vísir/Getty Við Íslendingar erum ekki búnir að gleyma 2-1 sigri á enska landsliðinu í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016 og ekki Englendingar heldur. Ensku landsliðsmennirnir eru ennþá að ræða áfallið sem enska landsliðið varð fyrir í Nice 27. júní 2016. Harry Kane mun bera fyrirliðband enska landsliðsins á HM í Rússlandi og hann fór að tala um umræddan Íslandsleik í viðtali við BBC eftir að ensku leikmennirnir lentu í Rússlandi. „Við erum afslappaðir og höfum staðið okkur mjög vel hingað til í þessari keppni. Við höfum verið að spila góðan fótbolta og ég veit að við munum fá góðan stuðning hér í Rússlandi,“ sagði Harry Kane í viðtalinu. „Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppnin í fótboltanum og hingað dreymir þig að koma sem krakki. Allir vilja komast á stærsta sviðið í fótboltaheiminum,“ sagði Kane. Hann var síðan spurður út í tapið á móti Íslandi á EM 2016.They've arrived. And they're ready!#bbcworldcuppic.twitter.com/IEnkhfOhel — BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2018 „Auðvitað viljum við endurheimta stoltið eftir tapið á móti Íslandi. Íslandsleikurinn voru mikil vonbrigði og allir vita það. Nú er tækifæri til að bæta fyrir hann,“ sagði Kane. „Við berjumst alltaf fyrir okkar þjóð og gerum allt sem við getum til að komast sem lengt. Vonandi stöndum við okkur betur hér á HM en á því móti,“ sagði Kane. Harry Kane tókst ekki að skora á móti Íslandi og hann skoraði heldur ekki á öllu Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Hann þyrstir því í mörk á stórmóti. „Maður vill alltaf bæta sig. Þetta er mitt annað stórmót og ég vil bæta þessa tölfræði. Vonandi get ég byrjað strax á því á mánudaginn,“ sagði Kane. Fyrsti leikur enska landsliðsins er á móti Túnis. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Við Íslendingar erum ekki búnir að gleyma 2-1 sigri á enska landsliðinu í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016 og ekki Englendingar heldur. Ensku landsliðsmennirnir eru ennþá að ræða áfallið sem enska landsliðið varð fyrir í Nice 27. júní 2016. Harry Kane mun bera fyrirliðband enska landsliðsins á HM í Rússlandi og hann fór að tala um umræddan Íslandsleik í viðtali við BBC eftir að ensku leikmennirnir lentu í Rússlandi. „Við erum afslappaðir og höfum staðið okkur mjög vel hingað til í þessari keppni. Við höfum verið að spila góðan fótbolta og ég veit að við munum fá góðan stuðning hér í Rússlandi,“ sagði Harry Kane í viðtalinu. „Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppnin í fótboltanum og hingað dreymir þig að koma sem krakki. Allir vilja komast á stærsta sviðið í fótboltaheiminum,“ sagði Kane. Hann var síðan spurður út í tapið á móti Íslandi á EM 2016.They've arrived. And they're ready!#bbcworldcuppic.twitter.com/IEnkhfOhel — BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2018 „Auðvitað viljum við endurheimta stoltið eftir tapið á móti Íslandi. Íslandsleikurinn voru mikil vonbrigði og allir vita það. Nú er tækifæri til að bæta fyrir hann,“ sagði Kane. „Við berjumst alltaf fyrir okkar þjóð og gerum allt sem við getum til að komast sem lengt. Vonandi stöndum við okkur betur hér á HM en á því móti,“ sagði Kane. Harry Kane tókst ekki að skora á móti Íslandi og hann skoraði heldur ekki á öllu Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Hann þyrstir því í mörk á stórmóti. „Maður vill alltaf bæta sig. Þetta er mitt annað stórmót og ég vil bæta þessa tölfræði. Vonandi get ég byrjað strax á því á mánudaginn,“ sagði Kane. Fyrsti leikur enska landsliðsins er á móti Túnis.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira