Kveiktu í farþegaflugvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 07:13 Mótmælendur vilja að forsætisráðherra landsins segi af sér. Guardian Óttast er að óeirðir sem brutust út á Papúa Nýju-Gíneu í liðinni viku geti þróast út í borgarastyrjöld. Eftir að þarlendir dómstólar höfnuðu beiðni frambjóðanda hafa stuðningsmenn hans borið eld að farþegaflugvél, opinberum byggingum og heimili ríkisstjóra. Þá hefur einnig verið ráðist að tveimur lögreglubílum. Mótmælin mögnuðust um helgina þegar hópur fólks, líklega um 300 til 400 manns, gekk fylktu liði um vesturhluta landsins vopnaður sveðjum og öflugum skotvopnum. Ferðinni var heitið að borginni Mendi þar sem kallað var eftir afsögn forsætisráðherrans Peter O'Neill. Enn sem komið er hefur enginn látist í mótmælunum en heimamenn óttast að eldfimt ástandið getið farið úr böndunum.Angry supporters of a losing election candidate have burned an Air Niugini plane in #PNG's Southern Highlands. pic.twitter.com/41nCoYmW1Y— Eric Tlozek (@EricTlozek) June 14, 2018 Haft er eftir íbúa borgarinnar á vef Guardian að lítið megi út af bregða. Mótmælendur séu þungvopnaðir og mjög reiðir. Heimamanninum finnist því eins og mótmælendurnir séu að kalla eftir borgarastyrjöld. Papúa Nýja-Gínea mun hýsa fund APEC (Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna) í nóvember næstkomandi. Forsætisráðherra landsins hefur síðustu daga ítrekað reynt að sannfæra hina væntanlegu fundarmenn um að ekkert sé að óttast, eyjan sé örugg þrátt fyrir óeirðirnar. Meðal þeirra sem munu sækja fundinn verða Bandaríkjaforsetinn Donald Trump og forsætisráðherra Ástralíu, Malcom Turnbull. Mótmælin hófust á fimmtudag þegar beiðni Joseph Kobol, frambjóðanda til ríkisstjóra, var vísað frá þarlendum dómstólum en hann dró úrslit kosninganna á síðasta ári í efa. Stuðningsmenn hans brugðust ókvæða við og kveiktu meðal annars í þotu, bæjarskrifstofum, verksmiðjum og heimili ríkisstjórans William Powi. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu þar sem mótmælin hafa staðið yfir síðustu daga. Íbúar þess mega því ekki yfirgefa heimili sín frá klukkan 18 á kvöldin til klukkan 06:00 á morgnanna. Þá hefur sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í héraðinu verið send annað og Rauði krossinn hefur jafnframt stöðvað starfsemi sína á svæðinu. Ástralía Eyjaálfa Papúa Nýja-Gínea Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Óttast er að óeirðir sem brutust út á Papúa Nýju-Gíneu í liðinni viku geti þróast út í borgarastyrjöld. Eftir að þarlendir dómstólar höfnuðu beiðni frambjóðanda hafa stuðningsmenn hans borið eld að farþegaflugvél, opinberum byggingum og heimili ríkisstjóra. Þá hefur einnig verið ráðist að tveimur lögreglubílum. Mótmælin mögnuðust um helgina þegar hópur fólks, líklega um 300 til 400 manns, gekk fylktu liði um vesturhluta landsins vopnaður sveðjum og öflugum skotvopnum. Ferðinni var heitið að borginni Mendi þar sem kallað var eftir afsögn forsætisráðherrans Peter O'Neill. Enn sem komið er hefur enginn látist í mótmælunum en heimamenn óttast að eldfimt ástandið getið farið úr böndunum.Angry supporters of a losing election candidate have burned an Air Niugini plane in #PNG's Southern Highlands. pic.twitter.com/41nCoYmW1Y— Eric Tlozek (@EricTlozek) June 14, 2018 Haft er eftir íbúa borgarinnar á vef Guardian að lítið megi út af bregða. Mótmælendur séu þungvopnaðir og mjög reiðir. Heimamanninum finnist því eins og mótmælendurnir séu að kalla eftir borgarastyrjöld. Papúa Nýja-Gínea mun hýsa fund APEC (Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna) í nóvember næstkomandi. Forsætisráðherra landsins hefur síðustu daga ítrekað reynt að sannfæra hina væntanlegu fundarmenn um að ekkert sé að óttast, eyjan sé örugg þrátt fyrir óeirðirnar. Meðal þeirra sem munu sækja fundinn verða Bandaríkjaforsetinn Donald Trump og forsætisráðherra Ástralíu, Malcom Turnbull. Mótmælin hófust á fimmtudag þegar beiðni Joseph Kobol, frambjóðanda til ríkisstjóra, var vísað frá þarlendum dómstólum en hann dró úrslit kosninganna á síðasta ári í efa. Stuðningsmenn hans brugðust ókvæða við og kveiktu meðal annars í þotu, bæjarskrifstofum, verksmiðjum og heimili ríkisstjórans William Powi. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu þar sem mótmælin hafa staðið yfir síðustu daga. Íbúar þess mega því ekki yfirgefa heimili sín frá klukkan 18 á kvöldin til klukkan 06:00 á morgnanna. Þá hefur sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í héraðinu verið send annað og Rauði krossinn hefur jafnframt stöðvað starfsemi sína á svæðinu.
Ástralía Eyjaálfa Papúa Nýja-Gínea Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“