Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2018 22:00 Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn hafa verið besta þurrkdaginn til þessa en minnir á að sumarið sé ekki búið. Sýnt var frá heyskap í Skaftárhreppi í fréttum Stöðvar 2. Loksins varð góður þurrkur á Suðurlandi í gær og hvarvetna mátti sjá traktora í heyskap. Eftir fádæma vætutíð ómuðu vélarhljóðin á ný á túnum sunnlenskra bænda. Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri voru nánast öll tæki sem dugað gátu dregin fram. Sigurður Arnar Sverrisson bóndi ræsti meira að segja nærri sextugan Massey Ferguson í heyskapinn. Þar var reyndar verið að bíða eftir nýjum traktor en á meðan sagði hann að sá gamli yrði að standa sig.Sigurður Sverrisson á Þykkvabæjarklaustri ræsti gamlan Ferguson fyrir heyskapinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á nágrannabænum Herjólfsstöðum var Örvar Egill Kolbeinsson bóndi að raka saman og ungur sonur fékk að sitja í. Pabbinn og afinn Jóhannes Gissurarson þurfti að taka sér pásu frá heyskapnum til að mjólka kýrnar þegar við gripum hann í spjall í gærkvöldi. Hann segir að dagurinn hafi klárlega verið besti þurrkdagur sumarsins.Traktorar í heyskap á Þykkvabæjarklaustri í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóhannes telur bændur í Skaftárhreppi hafa sloppið betur en starfsbræður vestar. „Við erum það austarlega á Suðurlandinu að við erum ekki eins illa settir með suðvestanáttina eins og vestan við Vík. Þannig að það hafa komið þurrir dagar og svona þolanlegir heyskapardagar. En þeir hafa verið mjög fáir samt. Þannig að þetta gengur hægt og þetta gengur stirt. Það er góður dagur í dag og vonandi er þetta eitthvað að breytast.” Frá heyskap í Álftaveri. Kirkjan á Þykkvabæjarklaustri í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gæði heyjanna sýnist honum rýrari en undanfarin sumur. „Það er verið að taka þetta svona fullsprottið og kannski óþarflega sprottið, margt af þessum heyjum sem tekin eru. Og þau eru tekin blaut. Það svo sem skiptir ekki höfuðmáli. Það er þyngra að gefa þetta í vetur. En ég held að þau eigi svona að vera þolanleg að gæðum. Ég held það,” segir Jóhannes en bætir við: „Það er ekki búið, sumarið.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn hafa verið besta þurrkdaginn til þessa en minnir á að sumarið sé ekki búið. Sýnt var frá heyskap í Skaftárhreppi í fréttum Stöðvar 2. Loksins varð góður þurrkur á Suðurlandi í gær og hvarvetna mátti sjá traktora í heyskap. Eftir fádæma vætutíð ómuðu vélarhljóðin á ný á túnum sunnlenskra bænda. Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri voru nánast öll tæki sem dugað gátu dregin fram. Sigurður Arnar Sverrisson bóndi ræsti meira að segja nærri sextugan Massey Ferguson í heyskapinn. Þar var reyndar verið að bíða eftir nýjum traktor en á meðan sagði hann að sá gamli yrði að standa sig.Sigurður Sverrisson á Þykkvabæjarklaustri ræsti gamlan Ferguson fyrir heyskapinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á nágrannabænum Herjólfsstöðum var Örvar Egill Kolbeinsson bóndi að raka saman og ungur sonur fékk að sitja í. Pabbinn og afinn Jóhannes Gissurarson þurfti að taka sér pásu frá heyskapnum til að mjólka kýrnar þegar við gripum hann í spjall í gærkvöldi. Hann segir að dagurinn hafi klárlega verið besti þurrkdagur sumarsins.Traktorar í heyskap á Þykkvabæjarklaustri í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóhannes telur bændur í Skaftárhreppi hafa sloppið betur en starfsbræður vestar. „Við erum það austarlega á Suðurlandinu að við erum ekki eins illa settir með suðvestanáttina eins og vestan við Vík. Þannig að það hafa komið þurrir dagar og svona þolanlegir heyskapardagar. En þeir hafa verið mjög fáir samt. Þannig að þetta gengur hægt og þetta gengur stirt. Það er góður dagur í dag og vonandi er þetta eitthvað að breytast.” Frá heyskap í Álftaveri. Kirkjan á Þykkvabæjarklaustri í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Gæði heyjanna sýnist honum rýrari en undanfarin sumur. „Það er verið að taka þetta svona fullsprottið og kannski óþarflega sprottið, margt af þessum heyjum sem tekin eru. Og þau eru tekin blaut. Það svo sem skiptir ekki höfuðmáli. Það er þyngra að gefa þetta í vetur. En ég held að þau eigi svona að vera þolanleg að gæðum. Ég held það,” segir Jóhannes en bætir við: „Það er ekki búið, sumarið.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. 3. júlí 2018 21:45
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00