Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2018 22:00 Ólafur Eggertsson í viðtali á Þorvaldseyri í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eftir stöðuga rigningatíð sunnanlands sá bóndinn á Þorvaldseyri loksins fram á sólarglennu og hóf því heyskap, - en fékk þá yfir sig skúrademburnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar uppstyttur. Sýnt var frá heyskap undir Eyjafjöllum í dag í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ókum um Suðurland í skúrunum í dag sáum við hvergi merki þess að bændur væru byrjaðir í heyskap, - nema á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Á Þorvaldseyri í dag. Þar var fyrsta túnið slegið í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vorum að reyna að veðja á spána. Það var verið að lofa okkur smásól í dag og við slógum í gær,” sagði Ólafur Eggertsson bóndi. „Og svo rignir núna. Og við erum að reyna að sóða þessu saman því það er rigning á morgun. Þannig að, hvað á gera? Drífa þetta bara í rúllur, - það bara verður náttúrlega heldur þungt, en það er ekkert annað að hafa,” segir Ólafur. Hann kvartar ekki undan grasleysi og segir grasið svo vel sprottið að það sé farið að leggjast. „En þetta hefur enginn hiti verið,” segir hann og nefnir að núna í júní hafi tveir dagar farið yfir tíu stig og í nótt hafi verið þrjár gráður. „Og meðan þessi kuldi er í loftinu, þá bara skúrar. Það er bara svoleiðis.”Ólafur bóndi rakar saman heyið með múgavélinni í skúrunum undir Eyjafjöllum í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann býst þó við að um síðir stytti upp og kveðst ekki svartsýnn um sumarið, enda sé bara miður júní. Góðu kaflarnir muni koma. „En þetta er bara lotterí.” Bóndinn kveðst hins vegar ekki muna eftir eins vætusömu vori. „Ég man ekki eftir svona og er nú búinn að búa í nokkuð mörg ár. Man aldrei eftir svona vori. Það hafa komið rigningakaflar en að það skuli ekki koma uppstyttur almennilegar á milli, það er alveg ótrúlegt,” segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Eftir stöðuga rigningatíð sunnanlands sá bóndinn á Þorvaldseyri loksins fram á sólarglennu og hóf því heyskap, - en fékk þá yfir sig skúrademburnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar uppstyttur. Sýnt var frá heyskap undir Eyjafjöllum í dag í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ókum um Suðurland í skúrunum í dag sáum við hvergi merki þess að bændur væru byrjaðir í heyskap, - nema á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Á Þorvaldseyri í dag. Þar var fyrsta túnið slegið í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vorum að reyna að veðja á spána. Það var verið að lofa okkur smásól í dag og við slógum í gær,” sagði Ólafur Eggertsson bóndi. „Og svo rignir núna. Og við erum að reyna að sóða þessu saman því það er rigning á morgun. Þannig að, hvað á gera? Drífa þetta bara í rúllur, - það bara verður náttúrlega heldur þungt, en það er ekkert annað að hafa,” segir Ólafur. Hann kvartar ekki undan grasleysi og segir grasið svo vel sprottið að það sé farið að leggjast. „En þetta hefur enginn hiti verið,” segir hann og nefnir að núna í júní hafi tveir dagar farið yfir tíu stig og í nótt hafi verið þrjár gráður. „Og meðan þessi kuldi er í loftinu, þá bara skúrar. Það er bara svoleiðis.”Ólafur bóndi rakar saman heyið með múgavélinni í skúrunum undir Eyjafjöllum í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann býst þó við að um síðir stytti upp og kveðst ekki svartsýnn um sumarið, enda sé bara miður júní. Góðu kaflarnir muni koma. „En þetta er bara lotterí.” Bóndinn kveðst hins vegar ekki muna eftir eins vætusömu vori. „Ég man ekki eftir svona og er nú búinn að búa í nokkuð mörg ár. Man aldrei eftir svona vori. Það hafa komið rigningakaflar en að það skuli ekki koma uppstyttur almennilegar á milli, það er alveg ótrúlegt,” segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira