Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2018 22:00 Ólafur Eggertsson í viðtali á Þorvaldseyri í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eftir stöðuga rigningatíð sunnanlands sá bóndinn á Þorvaldseyri loksins fram á sólarglennu og hóf því heyskap, - en fékk þá yfir sig skúrademburnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar uppstyttur. Sýnt var frá heyskap undir Eyjafjöllum í dag í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ókum um Suðurland í skúrunum í dag sáum við hvergi merki þess að bændur væru byrjaðir í heyskap, - nema á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Á Þorvaldseyri í dag. Þar var fyrsta túnið slegið í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vorum að reyna að veðja á spána. Það var verið að lofa okkur smásól í dag og við slógum í gær,” sagði Ólafur Eggertsson bóndi. „Og svo rignir núna. Og við erum að reyna að sóða þessu saman því það er rigning á morgun. Þannig að, hvað á gera? Drífa þetta bara í rúllur, - það bara verður náttúrlega heldur þungt, en það er ekkert annað að hafa,” segir Ólafur. Hann kvartar ekki undan grasleysi og segir grasið svo vel sprottið að það sé farið að leggjast. „En þetta hefur enginn hiti verið,” segir hann og nefnir að núna í júní hafi tveir dagar farið yfir tíu stig og í nótt hafi verið þrjár gráður. „Og meðan þessi kuldi er í loftinu, þá bara skúrar. Það er bara svoleiðis.”Ólafur bóndi rakar saman heyið með múgavélinni í skúrunum undir Eyjafjöllum í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann býst þó við að um síðir stytti upp og kveðst ekki svartsýnn um sumarið, enda sé bara miður júní. Góðu kaflarnir muni koma. „En þetta er bara lotterí.” Bóndinn kveðst hins vegar ekki muna eftir eins vætusömu vori. „Ég man ekki eftir svona og er nú búinn að búa í nokkuð mörg ár. Man aldrei eftir svona vori. Það hafa komið rigningakaflar en að það skuli ekki koma uppstyttur almennilegar á milli, það er alveg ótrúlegt,” segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Eftir stöðuga rigningatíð sunnanlands sá bóndinn á Þorvaldseyri loksins fram á sólarglennu og hóf því heyskap, - en fékk þá yfir sig skúrademburnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar uppstyttur. Sýnt var frá heyskap undir Eyjafjöllum í dag í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ókum um Suðurland í skúrunum í dag sáum við hvergi merki þess að bændur væru byrjaðir í heyskap, - nema á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Á Þorvaldseyri í dag. Þar var fyrsta túnið slegið í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vorum að reyna að veðja á spána. Það var verið að lofa okkur smásól í dag og við slógum í gær,” sagði Ólafur Eggertsson bóndi. „Og svo rignir núna. Og við erum að reyna að sóða þessu saman því það er rigning á morgun. Þannig að, hvað á gera? Drífa þetta bara í rúllur, - það bara verður náttúrlega heldur þungt, en það er ekkert annað að hafa,” segir Ólafur. Hann kvartar ekki undan grasleysi og segir grasið svo vel sprottið að það sé farið að leggjast. „En þetta hefur enginn hiti verið,” segir hann og nefnir að núna í júní hafi tveir dagar farið yfir tíu stig og í nótt hafi verið þrjár gráður. „Og meðan þessi kuldi er í loftinu, þá bara skúrar. Það er bara svoleiðis.”Ólafur bóndi rakar saman heyið með múgavélinni í skúrunum undir Eyjafjöllum í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann býst þó við að um síðir stytti upp og kveðst ekki svartsýnn um sumarið, enda sé bara miður júní. Góðu kaflarnir muni koma. „En þetta er bara lotterí.” Bóndinn kveðst hins vegar ekki muna eftir eins vætusömu vori. „Ég man ekki eftir svona og er nú búinn að búa í nokkuð mörg ár. Man aldrei eftir svona vori. Það hafa komið rigningakaflar en að það skuli ekki koma uppstyttur almennilegar á milli, það er alveg ótrúlegt,” segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira