Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2018 21:45 Þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir eru nýtekin við búi á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Þau voru að slá túnin í fyrsta sinn og nutu yfir 20 stiga hita. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Sjá meira
Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Sjá meira
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15