Bændur fyrir austan alsælir en vorkenna Sunnlendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2018 21:45 Þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir eru nýtekin við búi á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Þau voru að slá túnin í fyrsta sinn og nutu yfir 20 stiga hita. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Bændur á Austurlandi eru almennt langt komnir með heyskap og sumir búnir að heyja eftir óvenju góða tíð undanfarna tvo mánuði. Kúabóndi í Vopnafirði segist vorkenna starfsbræðrum sínum sunnanlands og vestan, þar sé staðan ömurleg. Myndir af austfirskum bændum í heyskap mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Á kúabúinu á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu á Héraði eru feðgarnir Jón Steinar Elísson og Stefán Fannar Steinarsson búnir að rúlla upp um tveimur þriðju af túnunum en þar hófst heyskapur í kringum 20. júní. Á bænum Akri í Vopnafirði eru heyrúllurnar komnar upp í stæður en Björn Halldórsson segist búinn með um 90 prósent af fyrri slætti.Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Tveir síðustu mánuðir hafa bara verið nákvæmlega eins og veður á að vera,“ segir Björn. „Það er búin að vera mjög góð tíð. Það hefur rignt þegar hefur þurft að rigna og við snúum ekki einu sinni heyinu. Við bara sláum það og svo er það bara orðið þurrt.“ Héraðsráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir að bændur í fjórðungnum séu almennt langt komnir með fyrsta slátt og sumir kúabændur jafnvel búnir. Sauðfjárbændum liggur ekki eins mikið á að afla heyjanna en á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð hóf Jónas Guðmundsson slátt fyrir helgi.Á bænum Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð var Jónas Guðmundsson sauðfjárbóndi að slá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vorið hefur verið mjög gott. Það er óvenju snemma sem við getum byrjað hérna að slá,“ segir Jónas. Sprettan sé þokkaleg. „Það er allavegana ekki orðið úr sér sprottið ennþá.“ Utar í Jökulsárhlíð, á Torfastöðum, eru þau Árni Jón Þórðarson og Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir nýtekin við búi og voru að slá í fyrsta sinn. „Okkar fyrsti heyskapur,“ segir Sigurlaug, og það leggst vel í þau að hefja búskap í Jökulsárhlíð. „Þetta er bara paradís,“ segir hún.Árni Jón á múgavélinni í veðurblíðunni á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dyrfjöll sjást í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En meðan tíðin leikur við bændur norðanlands og austan er staðan verri á hinum helmingi landsins. „Ég verð að segja það; ég vorkenni kollegum mínum á Suðurlandi, kúabændum, og bara bændum yfirleitt á Suður- og Vesturlandi. Þetta er ömurleg staða. Þeir eru mjög oft búnir að heyja á þessum tíma, og - án þess að ég viti það nú nákvæmlega – þá hugsa ég að það séu einhverjir sem séu mjög lítið byrjaðir. Það er bara hryllileg staða,“ segir Vopnfirðingurinn Björn á Akri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15