Innlent

Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ólafur Eggertsson í viðtali við Stöð 2 í rigningunni undir Eyjafjöllum í fyrradag.
Ólafur Eggertsson í viðtali við Stöð 2 í rigningunni undir Eyjafjöllum í fyrradag. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. Hann þakkar fyrir í vætutíðinni að geta ennþá nýtt gömlu votheysturnana. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2. 

Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri var áður í fréttum okkar í fyrradag búinn að lýsa bjartsýni sinni að hefja slátt í vikunni þegar hann sá sólarglætu í veðurspánni en fékk svo bara rigningu ofan í allt.

Ólafur var með þurrkurnar á fullu á traktornum um leið og hann lét múgavélina raka saman nýslegnu grasinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
„Það er norðanátt. Hér ætti að vera skafaþurrkur. En það rignir í norðanátt. Það er alveg nýtt. Þetta er eitthvað mjög skrítið,” sagði Ólafur, auðheyrilega búinn að fá nóg af rigningunni. 

Hjá honum snerist heyskapurinn upp í björgunaraðgerð. 

„Við erum líka vel settir með það að við heyjum hérna í turna ennþá, erum með votheysverkun, og við getum tekið hluta af heyinu í turna, og það munum við gera og bjarga þessu grasi sem er hér eftir.”

Votheysturnarnir á Þorvaldseyri koma núna í góðar þarfir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Það var enginn klaki í túnum í vor og því var hægt að sá korninu snemma, upp úr 20. apríl, og segir Ólafur gott útlit með kornsprettu.

Fyrir bændur er hins vegar þýðingarmikið að ná sem bestu fóðri í hús á réttum tíma. 

Meira af viðtalinu við bóndann á Þorvaldseyri má sjá hér:

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×