Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2018 07:41 Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. VÍSIR/AP Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Samskiptaráðherra Ísraels, Ayoub Kara, sagði í samtali við ísraelska fjölmiðla á mánudag að hann hafi sent formlegt boð til stjórnvalda í ríkjum Arabíuskagans um þátttöku í Eurovision árið 2019.#Eurovision : le ministre israélien de la Communication l'affirme, #Israel "va inviter l'Arabie Sadouite, Dubai, Abou Dabi la Tunisie et autres pays de la région" à participer au concours l'an prochain à #Jerusalem. Précision : le ministre est un habitué des déclarations étranges— Julien Bahloul (@julienbahloul) May 21, 2018 Ríki í Austurlöndum nær hafa áður lýst yfir áhuga á þátttöku í keppninni. Það gerði til að mynda Katar árið 2009 og Líbanon árið 2005. Síðarnefnda ríkið var meira að segja búið að velja sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið. Stærsta þátttökuskilyrðið sem ríki þurfa að uppfylla til að mega taka þátt í Eurovision er að vera meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Sádí-Arabía og önnur ríki Arabíuskagans uppfylla hins vegar ekki þau skilyrði.Sjá einnig: Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna ÍsraelsTugþúsundir Íslendinga hafa hvatt Ríkisútvarpið til að sniðganga keppnina á næsta ári. Vilja þeir með því mótmæla framgöngu ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Ætla má að boð Ísraelsmanna kunni að tengjast ólgunni vegna opnun sendiráðs Bandaríkjamanna í Jerúsalem. Borgin er heilög í augum þriggja trúarbragða og þótti öðrum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs sendiráðsopnunin vera staðfesting á yfirráðum Ísraelsmanna yfir Jerúsalem. Eurovision Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Samskiptaráðherra Ísraels, Ayoub Kara, sagði í samtali við ísraelska fjölmiðla á mánudag að hann hafi sent formlegt boð til stjórnvalda í ríkjum Arabíuskagans um þátttöku í Eurovision árið 2019.#Eurovision : le ministre israélien de la Communication l'affirme, #Israel "va inviter l'Arabie Sadouite, Dubai, Abou Dabi la Tunisie et autres pays de la région" à participer au concours l'an prochain à #Jerusalem. Précision : le ministre est un habitué des déclarations étranges— Julien Bahloul (@julienbahloul) May 21, 2018 Ríki í Austurlöndum nær hafa áður lýst yfir áhuga á þátttöku í keppninni. Það gerði til að mynda Katar árið 2009 og Líbanon árið 2005. Síðarnefnda ríkið var meira að segja búið að velja sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið. Stærsta þátttökuskilyrðið sem ríki þurfa að uppfylla til að mega taka þátt í Eurovision er að vera meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Sádí-Arabía og önnur ríki Arabíuskagans uppfylla hins vegar ekki þau skilyrði.Sjá einnig: Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna ÍsraelsTugþúsundir Íslendinga hafa hvatt Ríkisútvarpið til að sniðganga keppnina á næsta ári. Vilja þeir með því mótmæla framgöngu ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Ætla má að boð Ísraelsmanna kunni að tengjast ólgunni vegna opnun sendiráðs Bandaríkjamanna í Jerúsalem. Borgin er heilög í augum þriggja trúarbragða og þótti öðrum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs sendiráðsopnunin vera staðfesting á yfirráðum Ísraelsmanna yfir Jerúsalem.
Eurovision Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53