Trump meinað að útiloka gagnrýnisraddir á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 23:30 Donald Trump er afar virkur á Twitter. Vísir/Getty Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að loka á gagnrýnisraddir með því að „blokka“ eða útiloka þá sem gagnrýna hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Þetta er niðurstaða í dómsmáli sem höfðað var af sjö einstaklingum sem útilokaðir voru frá því að senda Trump skilaboð.Notendur Twitter geta á tiltölulega auðveldan hátt blokkað eða útilokað þá sem þeir vilja ekki eiga í samskiptum við. Það var það sem Donald Trump eða starfsmenn hans gerðu við minnst sjö einstaklinga sem gagnrýndu Trump á Twitter. Höfðuðu þeir mál gegn Trump, Dan Scavino, yfirmanni samskiptamiðladeildar Hvíta hússins og Sean Spicer, þáverandi fjölmiðlafulltrúa Trump. Var málið höfðað á grundvelli þess að útilokun frá Twitter-reikningi Trump fæli í sér brot á stjórnarskrárvörðum réttindum borgara Bandaríkjanna af hálfu Hvíta hússins, samkvæmt fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir meðal annars málfrelsi í Bandaríkjunum. Málið var höfðað í New York og í dómi Naomi Reice Buchwald sem dæmdi í málinu segir að forseti Bandaríkjanna megi ekki brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að gagnrýna forsetann. Þrátt fyrir að brotið væri ekki alvarlegt fæli útilokunin engu að síður í sér skerðingu á málfrelsi þeirra sem höfðuðu málið. Vörn lögmanna Hvíta hússins byggðist á því að þrátt fyrir að þeir sem voru blokkaðir gætu ekki sent Trump skilaboð gætu þeir en séð tíst forsetans, sem hafa í forsetatíð hans orðið ein helsta leið hans til þess að koma skilaboðum á framfæri við almenning. Donald Trump Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að loka á gagnrýnisraddir með því að „blokka“ eða útiloka þá sem gagnrýna hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Þetta er niðurstaða í dómsmáli sem höfðað var af sjö einstaklingum sem útilokaðir voru frá því að senda Trump skilaboð.Notendur Twitter geta á tiltölulega auðveldan hátt blokkað eða útilokað þá sem þeir vilja ekki eiga í samskiptum við. Það var það sem Donald Trump eða starfsmenn hans gerðu við minnst sjö einstaklinga sem gagnrýndu Trump á Twitter. Höfðuðu þeir mál gegn Trump, Dan Scavino, yfirmanni samskiptamiðladeildar Hvíta hússins og Sean Spicer, þáverandi fjölmiðlafulltrúa Trump. Var málið höfðað á grundvelli þess að útilokun frá Twitter-reikningi Trump fæli í sér brot á stjórnarskrárvörðum réttindum borgara Bandaríkjanna af hálfu Hvíta hússins, samkvæmt fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir meðal annars málfrelsi í Bandaríkjunum. Málið var höfðað í New York og í dómi Naomi Reice Buchwald sem dæmdi í málinu segir að forseti Bandaríkjanna megi ekki brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að gagnrýna forsetann. Þrátt fyrir að brotið væri ekki alvarlegt fæli útilokunin engu að síður í sér skerðingu á málfrelsi þeirra sem höfðuðu málið. Vörn lögmanna Hvíta hússins byggðist á því að þrátt fyrir að þeir sem voru blokkaðir gætu ekki sent Trump skilaboð gætu þeir en séð tíst forsetans, sem hafa í forsetatíð hans orðið ein helsta leið hans til þess að koma skilaboðum á framfæri við almenning.
Donald Trump Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira